Tracy Anderson er einkaþjálfari Jennifer og hann segir að hennar leyndarmál sé að borða eingöngu hreint fæði, mikið af grænmeti og hún snerti aldrei unnin mat.
“Allt sem hún borðar er lífrænt og er mataræðið hennar mjög vel skipulagt, það er gott jafnvægi milli gæða próteins og næringarríks fæðis” sagði Anderson í viðtali við People nýlega.
Dagurinn hjá Jennifer byrjar vanalega á prótein hristing og koffeinlausu kaffi. Í hádeginu þá er það grænmetis salat með lax og kvöldverður saman stendur af blönduðu korni, mjög oft quinoa.
“Allt er ferskt” segir Anderson. “Það er aldrei matur á borðum Jennifer sem er unnin, nema prótein duftið sem hún notar í hristingana sína”.
Þó hún sé mjög ströng er kemur að mataræði þá leyfir Jennifer sér einstöku sinnum að svindla og fá sér eitthvað gott, eins og t.d kartöfluflögur.
Jennifer æfir þrisvar til fjórum sinnum í viku og hún reynir sitt besta að fá ávallt 7 tíma svefn á nóttu.
Þessi lífsstíll er greinilega að virka fyrir Jennifer Lopez og því ætti hann ekki að virka fyrir þig líka ?
Það sést langar leiðir hvað það gerir líkamanum gott að borða bara hreint fæði og snerta aldrei á fyrirfram unnum mat.
Prufaðu mataræði Jennifer í 7 daga, ásamt því að æfa 3svar í viku og athugaðu hvort þú finnir og sjáir mun á þér.
Heimild: mindbodygreen.com