Hver vill ekki vera með hvítar tennur?
Það er til mikið úrval af tannhvíttunarefnum sem eru misgóð fyrir tennurnar. Kul getur gert vart við sig þegar farið er óvarlega með sterk efni á tennurnar. Þetta gamla húsráð sem sjá má í myndbandinu er gott og gilt,en það er samt ekki sniðugt að gera þetta of oft og betra að ráðfæra sig við tannlækni áður en hafist er handa.
Hvítari tennur með Stelpa.is
Hver vill ekki vera með hvítar tennur? Það er til mikið úrval af tannhvíttunarefnum sem eru misgóð fyrir tennurnar.
Kul getur gert vart við sig þegar farið er óvarlega með sterk efni á tennurnar.
Þetta gamla húsráð sem sjá má í myndbandinu er gott og gilt,en það er samt ekki sniðugt að gera þetta of oft og betra að ráðfæra sig við tannlækni áður en hafist er handa.
Svona er farið að:
Bökunarsódi og sítróna er blandað saman í skál og síðan er lögurinn borin á tennurnar með eyrnapinna eða fingrunum og látið liggja á þeim í 2 mínútur ( alls ekki lengur). Síðan er best að skola munninn með vatni á eftir og bursta með tannkremi um það bil hálftíma síðar.
Við hjá Heilsutorg.is mælum með að gera þetta ekki oftar en einu sinni í mánuði til að passa upp á glerunginn.