Það er þó engin ástæða til að örvænta því við rákumst á nokkur góð húsráð til að eyða ólyktinni úr skófatnaði. Í flestum tilfellum þarf ekki að leita langt yfir skammt því lausnirnar eru fyrir hendi á flestum heimilum.
1. Tepokar
Setjið nokkra ónotaða tepoka í skóna og látið þá liggja í tvo til þrjá daga. Tepokarnir draga í sig óþef og skórnir verða ferskir á ný.
2. Talkúm púður eða barnapúður
Stráið um það bil hálfri handfylli af púðri í hvorn skó. Látið þá standa í sólarhring og kannið þá hvort ólyktin sé farin. Eftir það má bara skella sér í skóna og algjör óþarfi að fjarlægja auka púður ef eitthvað er.
3. Ilmolíur
Látið nokkra dropa af olíu, svo sem tea tree-, rósa- eða piparmyntuolíu ofan í skóna. Það getur verið gott að nudda þeim aðeins inn í skóinn innanverðan en varist að olían lendi á skónum utanverðum því hún gæti skilið eftir sig bletti. Þetta ráð er mjög gott ef til stendur að nota skóna strax því ekki þarf að bíða eftir að það virki. Skórnir munu ilma af olíunni og því hægt að smeygja sér beint í þá.
4. Kattasandur
Já, þú last rétt. Hreinn kattasandur dregur í sig óþef. Fylltu par af sokkum með kattasandi og komdu þeim fyrir í skónum. Upplagt er að gera þetta að kvöldi því morguninn eftir verða skórnir orðnir lyktarlausir á ný.
5. Mýkingarblöð fyrir þurrkara (dryer sheets)
Margir eru farnir að nota mýkingarblöð í þurrkarann og því eru þau víða til á heimilum í dag. Smeygðu einu blaði ofan í hvorn skó, jafnvel undir innleggin og óþefurinn á að hverfa á einni nóttu. Síðan er pappírinn fjarlægður, enda ekki víst að það sé þægilegt að ganga á kuðluðum pappír.
6. Frystirinn
Setjið illa lyktandi skó í poka og komið fyrir í frystinum. Eftir 12-24 tíma hefur frostið og skortur á raka drepið þær bakteríur sem þrífast í heitu og röku umhverfi, en það eru einmitt þær sem valda gjarnan ólyktinni.
Grein af vef tiska.is