Mikla athygli vakti þegar Keira Knightley viðurkenndi nú fyrir skömmu að hún nýtti hárkollur óspart og hefði gert undanfarin fimm ár, en stjarnan þykir venjulega óaðfinnanlega tilhöfð og er silkimjúkt hárið þar engin undantekning á. Keira segir hins vegar náttúrulegt hár hennar svo illa farið eftir aflitanir og alls kyns tilfæringar fyrir hin ýmsu hlutverk í kvikmyndum að hún viti vart sjálf hvernig hár hennar lítur út í raun og veru, hún eigi sæg af hárkollum og nýti þær til hins ítrasta.
Í viðtali við InStyle ræddi stjarnan opinskátt um hármissinn og hversu þakklát hún væri framförum á sviði hárkollugerðar:
"Ég hef litað hárið á mér í öllum regnbogans litum, allt í nafni listarinnar og fyrir ólík hlutverk í kvikmyndum. Staðan var orðin svo slæm að hárið á mér féll bókstaflega af höfðinu; ég var komin með blettaskalla af efnameðhöndlun. Þess vegna hef ég notast við hárkollur undanfarin fimm ár, sem í raun er það besta sem ég hef gert fyrir mitt eigið hár."
Keira er þó ekki eina stórstjarnan sem grípur til hárkolla á stórum stundum, því margar af þekktari konum heims notast óspart við gervihár og líta glæsilega út fyrir vikið. Tæknin gerir þeim svo kleift að hlífa eigin hári við sársaukafullar og endurteknar litanir, efnameðhöndlun sem eyðileggur hársvörðinn og stöðugar klippingar.
Þó vilja ekki allar konur gangast við hárkollunotkun og því vakti opinská viðurkenning Keiru ómælda athygli, sér í lagi þar sem hún þykir yfirleitt óaðfinnanlega greidd og snyrt á rauða dreglinum og raunar við flest möguleg tækifæri. Hárkollum mun sumsé að þakka glæstu útliti stjörnunnar en ekki náttúrulegu hári hennar.
Gwen Stefani notar óspart hárkollur og viðurkennir fúslega að fallegir lokkarnir séu ekki ekta, en hún hefur skartað öllu frá platínuljósu hári og til ljósblárra lokka:
"Allt sem þú sérð er plat. Ég hef ekki einu sinni séð hvernig hárið á mér er í alvörunni síðan ég var í gagnfræðaskóla." . . . . LESA MEIRA