Skortur á vítamínum eða steinefnum geti verið orsök þess að neglur klofni, einnig hafi ýmsir sjúkdómar áhrif á vöxt og viðgang naglanna. Neglur eru gerðar úr hyrnisfrumum húðþekjunnar, en hyrni er kreatín eða prótín. Neglur eru því eins og mannshár gerðar úr dauðum frumum. Britta segir að erfðir skipti máli, sumir séu með sterkari neglur en aðrir frá náttúrunnar hendi á meðan aðrir hafi fengið stökkari neglur í arf frá forfeðrum sínum.
Vatnsinnihald í venjulegum nöglum er 16 prósent –ef vatnsinnihaldið er minna verða neglurnar brothættari. Það er því nauðsynlegt að fá nægan vökva segir Britta. Tíðir handþvottar, naglalakkshreinsar og fleiri efni geta einnig valdið því að neglurnar þorni. Britta segir að mörgum reynist vel að dýfa nöglunum í nokkrar mínútur í góða olíu til dæmis ólífu eða möndluolíu til að mýkja þær. Hún mælir líka með . . . LESA MEIRA