Margir eru með alla skápa og skúffur fullar af allskonar kremum, smyrslum, olíum og hinum ýmsu töframeðulum… en er til eitthvað eitt sem hægt er að nota í stað þessa alls?
Hún er til margs nytsamleg
Margir eru með alla skápa og skúffur fullar af allskonar kremum, smyrslum, olíum og hinum ýmsu töframeðulum… en er til eitthvað eitt sem hægt er að nota í stað þessa alls? Eitthvað sem mýkir, nærir, hreinsar og er 100% náttúrulegt? Jú… kókosolía!
Kókosolían er ekki bara snilld í heilsusamlega matargerð heldur er hún full af andoxunarefnum og er orðin vinsæl í margar snyrtivörur, þá sérstaklega kremin því hún er jú ansi mjúk og góð.
Hér eru nokkrar leiðir til að nota kókosolíu:
- Nuddið henni í hárið og þá sérstaklega í þurra og slitna enda.
- Búið til mýkjandi líkamsskrúbb.
- Blandið kókosolíu og hrásykri saman, bætið jafnvel ilmakjarnaolíu við til þess að fá huggulega lykt. Einnig má nota sítrónubörk eða engifer!
- Notið kókosolíu sem krem, beint úr krukkunni þegar stigið er úr sturtunni. Nuddið henni á sérstaklega þurr svæði (t.d. hné og olnboga).
- Sumir hafa notað kókosolíuna við flösu. Sniðugt væri að blanda henni við sítrónusafa, til þess að fá betri áferð og leyfa henni að sitja í svolitla stund.
- Notið kókosolíu í stað raksápu! Sérlega sniðugt ef maður er viðkvæmur fyrir sápunni.
- Kókosolía á að vera góð í baráttu við bólur. Er þá sniðugt að búa til skrúbb úr olíunni og bæta við matarsóda og hreinsa húðina með blöndunni.
- Það má nota örlítið af henni í stað hárolíu eða froðu. Fínasti glans sem fæst af því!
- Þá má hreinlega smyrja olíunni í andlitið og leyfa andoxunarefnunum leika um það.
- Að lokum má nota olíuna í vökvaformi sem andlitshreinsi.
Þessi undravara ætti eiginlega að vera til á hverju heimili! Kókosolía fæst í krukkum í öllum betri matvöru- og heilsuverslunum.
Heimild: tiska.is