Naglalakkið hefur verið einn mikilvægasti fylgihluturinn síðustu misserin og er þá vægt til orða tekið því skreyttar og áberandi neglur í öllum regnbogans litum hafa bókstaflega tröllriðið öllu.
Í dag er dæmið að snúast við og skærir og áberandi litir á undanhaldi og í staðinn sjáum við mikið af dempuðum og ljósum litum í nagla tískunni en einnig sjást dökkur litir en þó ekki í einhverjum æpandi eiturgrænum eða slíkt.
Ljósir litir eru heitir í sumar segir Eva Dögg
Naglalakkið hefur verið einn mikilvægasti fylgihluturinn síðustu misserin og er þá vægt til orða tekið því skreyttar og áberandi neglur í öllum regnbogans litum hafa bókstaflega tröllriðið öllu.
Í dag er dæmið að snúast við og skærir og áberandi litir á undanhaldi og í staðinn sjáum við mikið af dempuðum og ljósum litum í nagla tískunni en einnig sjást dökkur litir en þó ekki í einhverjum æpandi eiturgrænum eða slíkt.
Tískan í naglalökkum í ár er ótrúlega klassísk þótt skraut sé einn í tísku. Munurinn er sá að dag eru skreyttar neglur bara hafðar miklu klassíkari og í raun meira „elegant” svo ég noti orð sem amma mín notaði mikið um fágaða tísku hér á árum áður.
Ljóst skal það vera í sumar.
Naglafræðingurinn Tom Bachik sem gerir neglurnar á öllum helstu Hollywood skvísunum er duglegur að pósta myndum af stjörnunum sínum á Instagram og það má með sanni segja að ljósi liturinn hafi vinninginn þessar vikurnar hjá honum en þessar myndir eru allar frá honum.
Ferskjulitur og kóralbleikur eru líka mjög vinsælir litir í sumar og rauðir, lilla og brúnir tónar.
Sjálf er ég yfir mig glöð með þessa tísku og var ekki lengi að skella á mig ljósi gel lakki um daginn Fyrst var það drappað, svo ljósbleikt og núna fersju beinhvítur. En það er hún Hulda hjá Hairbrush sem setur á mig þessi snilldar gel lökk.
Njótið dagsins
Eva Dögg
Tengt efni: