Í myndbandinu er okkur sýnt nákvæmlega hvernig nota á maskarann. En þetta snilldar maskara dúó var að koma í sölu hjá NN Cosmetics (gamla No Name) og hefur slegið rækilega í gegn.
Þessi pakki inniheldur tvö hylki sem er annars vegar svart gel og hins vegar trefjar. Þetta dúó lengir og þykkir augnhárin okkar eins og við viljum.
Þú byrjar á því að setja gelið á og því næst trefjarnar og síðan koll af kolli til skiptis. Þetta fer allt eftir því hversu löng og þykk augnhár þú vilt hafa, hversu margar umferðir þú setur.
Þessi snilldar maskari hentar því bæði fyrir þær sem eru með löng augnhár og vilja ýkja þau og fyrir þær sem eru með styttri eða færri augnahár til að þétta og lengja.
Öll efni í maskaranum eru náttúruleg og auðvelt að þrífa með vatni.
Nánari upplýsingar um útsölustaði um land allt er að finna HÉR.