Forráðamenn tímaritsins sögðu að fólk ætti að fagna hækkandi aldri og þakka fyrir hann. Í grein sem blaðakonan Jamie Feldman skrifar á vef Huffington Post segir hún að mörg tískufyrirtækin hafi tekið tilmæli Allure til sín það gildi þó ekki um hið goðsagankennda fyrirtæki Dior.
Dior tilkynnti fyrir nokkrum dögum að hin 25 ára Cara Delevigne yrði andlit herferðar fyrirtækisins fyrir nýtt hrukkukem og línu sem á að hægja á öldrun húðarinnar. Snyrtivörulínu sem er ætlað að laga öll sýnileg merki um hrukkur og fínar línur í andlitum kvenna sem eru að eldast og eigi auk þess að auka ljóma húðarinnar til mikilla muna.
Það varð allt brjálað á samfélagsmiðlum í kjölfar tilkynningar Dior. Hópar eldri kvenna sögðust ekki geta samsamað sig með 25 ára gamalli konu. Þetta væri hrein og bein móðgun við þær og þeirra aldur. Fjölmiðlafulltrúar Dior reyndu að verjast og sögðu að markhópurinn fyrir nýju línuna væri aðeins yngri en fyrir . . . LESA MEIRA