Blandaðu saman í skál, sítrónusafa og vatni og nokkrum dropum af sjampó. Sýran í sítrónusafanum fjarlægir bletti af nöglunum og sjampóið þvær þá af yfirborði naglanna. Hafðu þær í bleyti í 5 til 10 mínútur og skolaðu svo hendurnar með köldu vatni. Mundu að bera á þig góðan handáburð eftir þetta til að koma í veg fyrir handþurrk.
Það má líka skera sítrónu í tvennt og nudda henni á neglurnar til að fá þær hvítari og bjartari á náttúrulegan hátt.
Hvítt edik inniheldur sýru og er góð til að ná af blettum á erfiðum yfirborðum eins og nöglum. Í skál getur þú sett vatn og matskeið af hvítu ediki. Hafðu fingur í bleyti í 5 til 10 mínútur og þvoðu þér svo um hendurnar og þurrkaðu. Berðu á þig handáburð í lokin.
Matarsódi hreinsar neglurnar og fær þær til að glansa. Í skál skaltu blanda matskeið af matarsóda og ef þú átt til, hydrogen peroxide. Notaðu bómull sem hefur legið í blöndunni og þurrkaðu af hverri nögl fyrir sig og láttu bíða á þeim í 2 til 3 mínútur og þvoðu svo af. Ef þú gerir þetta í viku þá sérðu stóran mun á nöglunum.
Gott tannkrem getur einnig gert kraftaverk fyrir neglurnar. Notaðu gamlan tannbursta, burstaðu allar neglurnar með tannkremi og láttu það þorna á nöglunum í 5 mínútur áður en þú þvær þér. Gerðu þetta í viku og þú sért stóran mun.
Heimildir: healthmeup.com