Karlar eru líklegri til að missa hárið en konur, sem er bara ein af staðreyndum lífsins. Engu að síður getur hárlos líka verið vandamál hjá konum.
Hvers kyns líkamleg áföll geta leitt til hárloss. Slys, aðgerð, alvarleg veikindi og jafnvel slæm flensa getur leitt til þess að hárið detti tímabundið af. Þetta eru aðeins ein af viðbrögðum líkamans við of miklu álagi. En um leið og líkaminn hefur jafnað sig fer hárið að vaxa aftur.
Talið er að of mikil neysla A-vítamíns geti leitt til hárloss.
Ef ekki er nægjanlegt prótín í fæðunni getur það leitt til þess að hárið hættir að vaxa. Fiskur, kjöt og egg eru ríkir prótíngjafar.
Konur sem komnar eru yfir fimmtugt upplifa margar að hár þeirra þynnist og sumar upplifa mikið hárlos. Líklegt er að tíðahvörf og hormónar eigi stóran þátt þátt í því.
Í sumum fjölskyldum er algengt að konur missi hárið á ákveðnum aldri. Hér er þó ekki verið að tala um algjöran hármissi heldur þegar hárið þynnist verulega mikið og verður grisjótt.
Konur á breytingaskeiði geta átt við hárlos að stríða þegar hormónarnir eru í stanslausri rússíbanareið.
Þótt líkamlegt álag sé líklegra til að leiða til hármissis getur andlegt álag líka leitt til hárloss – til dæmis við skilnað, dauðsfall og annað slíkt sem reynist erfitt andlega.