Það má fela allar misfellur og bæta annað upp og ýta undir það sem við viljum leggja áherslu á í útliti okkar.
Þessi kona hér er 80 ára gömul og hún elskar að láta barnabarn sitt farða sig. Myndir af henni hafa farið um netheima undanfarið og vakið mikla athygli. Hún heitir Livia og býr á elliheimili í Króatíu – og er núna aðalskvísan á heimilinu. Nema hvað!
Barnabarn hennar, förðunarfræðingurinn Tea, á heiðurinn af þessari breytingu á ömmunni. En hún hefur lengi notað ömmuna sem fyrirsætu til að æfa sig. Tea segir að það taki hana 45 mínútur að breyta ömmunni í þessa glamúrdömu. En amman gengur nú undir nafninu Glam-Ma. . . LESA MEIRA