Láttu klippa hárið í styttur – en það þarf að vanda til verka og gera hárgreiðslukonunni/manninum það ljóst að klippa eigi hárið svo það virki þykkara. Ekki láta nota þynningarskæri eða rakvél í hárið því það getur látið hárið virka hálf reitt.
Það getur gefið hárinu meiri fyllingu að láta klippa á sig þvertopp sérstaklega ef hárið er þykkara að framan og þynnra á hvirflinum.
Þegar hárið fellur á axlirnar og línan brotnar upp getur það látið hárið virðast þynnra. Ef það er klippt styttra lítur það út fyrir að vera þykkara.
Það getur hjálpað að setja strípur í hárið þar sem þær veita vissa fyllingu. . . LESA MEIRA