Allt er rakað vel og vandlega, undir höndum, bikiní svæðið og leggir auðvitað.
Staðreyndin er þessi, við notum rakstur til að fjarlægja þessi hár sem við viljum ekki hafa á líkamanum.
Og ástæðan fyrir því að við veljum að raka þetta sjálfar er sú að það er ódýrasta lausnin fyrir okkur.
En málið er að nota einnota rakvél til að ná öllum hárum úr krókum og kimum kvenmannslíkamans getur verið snúið. Rakstur getur orsakað inngróin hár, húðin ertist upp og þú getur jafnvel fengið útbrot. Stundum er hætta á sýkingum ef þú ert óheppin að “skera” þig til blóðs með rakvélinni.
Þetta er allt saman spurning um réttu græjurnar. Vel beitt einnota rakvél með margföldum blöðum er málið. Þeim mun fleiri blöð sem rakvélin þín hefur, þeim mun sjaldnar þarftu að raka yfir sama svæði til að ná að fjarlægja öll hár. Og þá ertu ekki að setja þig í hættu á að skera þig til blóðs eða erta húðina.
Mundu einnig að velja rakvél sem er með haus sem beygist.
Ok, ef þú ert að kaupa rándýr einnota blöð þá reynir þú að halda í þau eins lengi og mögulegt er. En það á alls ekki að gera. Þú býður heim bakteríum og eykur líkur á að skera húðina til blóðs og erta húð með blaði sem er hálf bitlaust. Rakvélablöð geta einnig ryðgað!
Mælt er með að nota sama blaðið ekki oftar en 5-7 sinnum. Ef þú rakar þig þrisvar í viku þá endurnýjar þú blaðið á tveggja vikna fresti.
Það verður að bera eitthvað á leggina áður en þú rakar þá. Persónulega þá mæli ég með því að skrúbba leggi vel með sykurskrúbb og olíu, ekki skola leggi og raka strax. Með þessari aðferð raka ég á mér leggina á c.a 3ja vikna fresti.
En mælt er með að nota rakgel fyrir konur. Þessi gel eru mjög góð, passa upp á að þú skerir þig ekki og húðin verður ekki pirruð.
Einnig er talað um að hárnæring sé afar góð til að nota á leggina fyrir rakstur. Mundu bara að nota ekki þessa dýru fínu sem þú notar í hárið á þér.
Oftast er mælt með því að raka með hárvextinum, en þetta ráð er aðalega ætlað karlmönnum og þeirra skegg rakstri.
Það að raka í sömu átt og hárið vex pirrar ekki húðina, en ef þú kona góð ert að nota réttu blöðin og sápuna til að raka þig þá ertu í góðum málum með að raka á móti hárvexti.
Ekki þrýsta rakvélinni fast niður, það getur skorið húðina. Örlitlar rispur sem blæður úr geta orsakað sýkingar.
Það er best að raka frekar laust í byrjun, sjá svo hvar þrjósku hárin eru og á þeim svæðum getur þú þrýst betur niður til að ná nú öllu, en fyrir alla muni, raka varlega.
Ekki byrja sturtuna á því að smyrja þig í rakgeli og ráðast á loðna leggina. ALLS EKKI. Best er að byrja á að þvo hár og skrokk, setja næringu og skrúbba líkamann, skola hár og á þessum tímapunkti er líkaminn heitur af sturtu vatninu. Núna eru hárin mýkst og best að raka þau í burtu. Mundu bara að nota margfalt rakvélablað.
Þó svo þú fylgir þessum snilldar leiðbeiningum þá getur þú upplifað inngróin hár og þess háttar leiðindar vesen. Sérstaklega á þetta við um húð sem er afar viðkvæm.
Ef þú færð reglulega litlar rauðar bólur eftir rakstur þá skaltu spyrja í apótekinu hvað er best að bera á þessi svæði. Í þessari grein er talað um cortisone krem og aloe vera. Ef þú verður vör við inngróin hár þá alls ekki fara að reyna að ná í það/þau.
Best er að nota grófan húðskrúbb og nudda vel svæðið með inngrónu hári/um.
Heimild: greatist.com