Ef þú notar hárblásara þá skaltu blása frá rót og niður en ekki út um allt. Prufaðu að setja smá kókosolíu í endana áður en þú blæst hárið og forðastu að bera olíur í rótina því þá virkar hárið skítugt.
Alls ekki nudda hárið með handklæði þegar þú ert búin að þvo það. Notaðu handklæðið bara til þess að þerra mestu bleytuna. Ef hárið er flókið er best að losa um flækjurnar með fingrunum en ekki hamast með burstann á þeim. Góð regla er að sofa með fléttu eða snúð því þá eru minni líkur á að hárið flækist og verði ómögulegt þegar þú vaknar.
Síðast en ekki síst er mikilvægt að nota góð sjampó og næringar og ekki þvo hárið daglega með sjampói.
Kíktu líka á Það sem þú verður að vita um hárþvott inn á
Vertu með okkur á Instagram #heilsutorg#fegurð