1. Ekki vera með nýþvegið hár ef þú ætlar að gera flottan snúð. Ef hárið er nýþvegið er gott að spreyja smá þurrsjampói yfir það.
2. Hvolfdu höfðinu og settu hátt tagl.
3. Settu kleinuhring yfir taglið og upp að teygjunni.
4. Dreifðu hárinu yfir kleinuhringinn og ekki hafa áhyggjur af því að allt sé ekki fullkomið. Það er flott að hafa snúðinn pínu óreglulegan.
5. Settu spennur til að halda snúðnum og spreyjaðu smá hárlakki eða glans yfir.
Smelltu á myndina hér fyrir neðan til að sjá meira frá:
Mundu eftir okkur á Instagram #heilsutorg #fegurð