Leynist myglað meik eða bólumyndandi bakteríur í þínum bursta?
Leynist myglað meik eða bólumyndandi bakteríur í þínum bursta?
Augnskuggaburstana er nóg að hreinsa á ca 30 daga fresti nema þér sé hætt við augnsýkingu en það gildir ekki með förðunarburstann eða púðurburstann. Meik er fljótt að mygla í burstanum og eins sest húðfita á hárin svo vikulegur þvottur á förðunarburstum er algjört möst. Sumar þrífa förðunarburstana sína eftir hverja notkun en þú þarft ekki að ganga svo langt nema þú sért slæm af bólum eða með sýkingu í húð.
Leynist myglað meik eða bólumyndandi bakteríur í þínum bursta?
Augnskuggaburstana er nóg að hreinsa á ca 30 daga fresti nema þér sé hætt við augnsýkingu en það gildir ekki með förðunarburstann eða púðurburstann. Meik er fljótt að mygla í burstanum og eins sest húðfita á hárin svo vikulegur þvottur á förðunarburstum er algjört möst.
Sumar þrífa förðunarburstana sína eftir hverja notkun en þú þarft ekki að ganga svo langt nema þú sért slæm af bólum eða með sýkingu í húð.
Svona þrífur þú förðunarburstana þína
Notaðu milda sápu eins og barnasjampó til að þrífa burstana og passaðu að nota ekki of heitt vatn því þá geta hárin losnað upp.
Skolaðu burstana upp úr volgu vatni.
Berðu sápu á þá og nuddaðu vel undir rennandi vatni.
Skolaðu alla sápuna úr, vel og vandlega.
Leggðu burstana á handklæði og láttu þá þorna vel yfir nótt.
Sjáðu myndbandið hér fyrir neðan frá Chiutips þar sem hún sýnir hvernig á að þrífa bursta, make-up pallettur og varaliti.