Byrjaðu á því að setja heitt vatn í bala með sturtusápu eða jafnvel sjampói og leyfðu þér að vera í dásamlegu fótabaði í um 15 mínútur.
Þerraðu fæturnar með handklæði og pússaðu svo allar dauðar húðfrumur með stein eða fótaþjöl. Leggðu sérstaka áherslu á hæla og táberg og þó þú gætir þurft að pússa duglega þá verður þú að passa að gera ekki of fast eða mikið og stoppa um leið og þú finnur hita eða sársauka.
Það gott að enda á skrúbb og vel hægt að nota venjulegan líkamsskrúbb eða búa til þinn eigin ef þú átt góða uppskrift af slíkum.
Klipptu neglurnar, ýttu naglaböndunum niður og klipptu þau varlega ef þarf. Þjalaðu svo neglurnar til að forma þær betur og nota ofurfína þjöl eða buffer til að renna yfir neglurnar.
Berðu fótakrem á fæturna eða feitasta kremið sem þú finnur og nuddaðu því vel inn. Gott er líka að setja olíu á fæturnar á kvöldin og sofa í sokkum.
Hreinsaðu allt krem af nöglum með naglalakkseyði og settu tásusvamp (tose sperator) milli tánna eða taktu einfaldlega smá lengju af klósettpappír og þræddu milli tánna til að ýta þeim aðeins í sundur. Lakkaðu því næst með undirlakki, lakki og yfirlakki og leyfðu að þorna og harna vel. Bestu er að leyfa tánum að vera alveg frjálsum í góðan tíma því lakkið er lengi að harðna þó það sé orðið snertiþurrt.
Fínar tær er gaman að viðra í sandölum þegar hlýtt er í veðri.