Tara og Ástrós förðunarmeistarar með skemmtilega nýjung
Tara Brekkan hefur verið einstaklega dugleg við að sýna okkur skemmtileg myndbönd með ýmiskonar förðunum sem við getum gert heima fyrir. En nú ætla þær Tara og Ástrós förðunarmeistarar ætla að sameinast og fara að byrja með förðunarnámskeið/skóla í No Name makeup school.
Tara og Ástrós förðunarmeistarar
Tara Brekkan hefur verið einstaklega dugleg við að sýna okkur skemmtileg myndbönd með ýmiskonar förðunum sem við getum gert heima fyrir.
En nú ætla þær Tara og Ástrós förðunarmeistarar ætla að sameinast og fara að byrja með förðunarnámskeið/skóla í No Name makeup school.
Hægt verður að velja um að fá tvenns konar förðunarpakka með sem innihalda vörur frá No Name, eða bara mæta með sýnar eigin snyrtivörur og læra öll trixin í bókinni.
Þetta verða stutt og hnitmiðuð kvöldnámskeið í 3.vikur. Einungis fáir nemendur á hverju námeksiði og því ítarlegri kennsla. Þær munu kenna allt sem viðkemur förðun og verður flott myndataka í enda námskeiðsins með fagljósmyndara.
Munu nemendur útskrifast sem förðunartæknar.
Hér meðfylgjandi er smá kveðja frá stelpunum þar sem þær fara yfir allt sem þær eru að fara að gera.