Þværðu þér um hárið á hverjum degi? Vaknarðu snemma á hverjum morgni til að geta pottþétt þvegið hárið? Getur þú ekki hugsað þér að fara út með hárið óþvegið?
Málið er að þú átt að hætta þessu. Ástæðan er sú að þetta er að gera hárinu illt.
Já, það getur verið erfitt að venja sig af þessu en gerðu það samt.
Ástæða nr.1 – Ef þú ert með litað hár þá dofnar hárliturinn ekki eins hratt. Þegar þú setur sjampó í hárið ertu að opna það og þá fer hárliturinn að dofna strax.
Ástæða nr.2 – Að hafa smá fitu í hárinu er gott fyrir hárið.
Settir þú í þig krullur sem að renna úr hárinu eftir fimm mínútur? Fer taglið að síga fljótlega eftir að þú setur það í?
Smá fita í hárinu gerir það að verkum að sú hárgreiðsla sem þú velur fyrir þann daginn helst miklu lengur flott. Þú þarft ekki tonn af hárspreyi til að halda krullunum eða taglinu á sínum stað.
Ástæða nr.3 – Þú ert að draga úr náttúrulegu olíunum sem að hárið býr yfir.
Ef þú þværð það daglega þá ertu að draga úr þessum olíum, en þær verja hárið og hársvörðinn. Þær halda hárinu heilbrigðu og einnig hársverðinum.
Reyndu að þvo þér bara annan hvern dag.
Ástæða nr.4 – Hárið verður síður úfið og það glansar frekar.
Ástæða nr.5 – Ef þú þværð hárið sjaldnar þá þarftu ekki að nota sléttujárnið eins oft. Í hvert sinn sem þú þværð hárið og notar hárblásarann, sléttujárnið eða krullujárnið þá ertu að skemma hárið með þessum hita. Ef þú þværð það sjaldnar þá þarftu að nota þessar græjur miklu sjaldnar, það segir sig sjálft. Og hárið skemmist síður.
Ástæða nr.6 – Þú sparar peninga. Sjampó og hárnæring eru ekkert ódýr. Og ef þú ert að nota bæði í hvert sinn sem þú þværð hárið þá ertu að fara í gegnum ansi marga brúsa á ári. Sparaðu pening og þvoðu hárið sjaldnar.
Ástæða nr.7 – Það safnast síður óæskileg efni í hárinu. Flestir þvo sér um hárið daglega því fólk vill ekki hafa hár sem lítur út fyrir að vera fitugt. En ef hárið þitt lítur út fyrir að vera skítugt þá getur það verið vegna þess að þú notar of mikið af efnum í hárið og þau safnast upp utan um hvert hár.
Notaðu minna af efnum og þvoðu hárið sjaldnar. Þannig færðu glansandi og heilbrigt hár.
Heimild: healthdigezt.com