Þrýstihópar erlendis kalla á betri merkingar þessara vöruhópa en erfitt er fyrir okkur, svona venjulegar stelpur, að þekkja öll þessi efni og meta hvað er óhætt og hvað ekki enda eru rannsóknir ekki óyggjandi. Væri ekki dásamlegt að hægt væri að treysta því að vörur sem seldar eru í verslunum væru öruggar?
Þær sem ganga lengst í þessu eru farnar að nota margnota dömubindi. Það þýðir akkúrat það sem þú hugsaðir; dömubindi sem þarf að þvo. Ritsjórn Stelpa.is er ekki orðin svo þroskuð en dáist að þeim sem eru það. Við erum hinsvegar afskaplega hrifnar af Natracare sem „The Green Mama“, meðal annarra, mælir með sem náttúrulegri vöru sem óhætt er að nota. Samkvæmt heimasíðu Natracare eru tíðatapparnir þeirra framleiddir eingöngu úr 100% óbleiktri, lífrænni bómull og innihalda engin gerfiefni s.s. rayon eða polypropylene og hvorki litarefni, ilmefni né mýkingarefni.
Krabbamein og hormónatruflanir er eitthvað sem ekki er hægt að sjá strax og beinar tengingar enn svolítið á reiki, eins og með flest aukaefni í þeim vörum sem við notum, en margar fá ofnæmisviðbrögð af notkun túrtappa og dömubinda. Einkennin eru kláði, útbrot og roði og svo fylgir sveppasýking mjög oft í kjölfarið vegna röskunar á jafnvægi slímhúðarinnar. Það er því mjög snjallt fyrir þær sem eru viðkvæmar fyrir sveppasýkingu að nota eingöngu náttúrulegar vörur.
Til viðbótar við eiturefnin er fyrirbærið Toxic Shock Syndrome (TSS) sem fáar hafa heyrt um enda frekar sjaldgæft en alvarlegt samt sem áður. Ekki er alveg vitað hvaða tengsl eru milli tíðatappa og TSS en talið er að það tengist rakadrægni og gerviefnum s.s. rayon og því mælt með að nota alltaf tappa með minnstu rakadrægni sem maður mögulega kemst af með að nota og 100% náttúrulegri bómull.
Nú nýlega komst í hámæli í fréttum að fyrrum módelið Lauren Wasser lifði TSS naumlega af en missti annan fótinn í kjölfarið og hefur nú höfðað mál á hendur framleiðandanum Kotex Natural Balance. Lauren lýsir hryllilegum veikindum sínum en í fyrstu hélt hún að flensan væri að hrjá hana en svo man hún varla meira fyrr en hún rumskar á spítala því 42 stiga hiti hafði gjörsamlega lamað hana og leitt til hjartaáfalls þar sem hún lá meðvitundarlaus á herbergisgólfinu.
Sýkingin vegna TSS var alvarleg að í kjölfarið barðist hún við drep sem leiddi til þess að taka þurfti annan fótinn af til að bjarga lífi hennar og hvalirnar sem hún upplifði eru, að hennar sögn, meiri en orð fá lýst
Birt í samstarfi við
Tengt efni: