Þó ekkert geti leyst góða sólarvörn af hólmi, má hörundið ekki vera þurrt og berskjaldað áður en farið er á sólarströnd. Þá getur verið varasamt að fara í ávaxtasýrumeðferð rétt áður en ferðast er erlendis og ekki ætti að notast við kornamaska þegar skyndileg veðrabrigði ber upp.
Þá er ráðlagt að byrja að undirbúa andlitshörundið í samráði við snyrtifræðinginn sinn með góðum fyrirvara, fagmanneskju sem veitir persónulega ráðgjöf, rakamælir húðina og býður upp á nærandi meðferð sem styrkir náttúrulegar varnir hörundsins áður en farið er í fríið.
Rakamæling á húðinni er stórsniðug, en þjónustan kostar ekki krónu og er jafnvel hægt að framkvæma meðan á handsnyrtingu stendur. Engar tvær konur eru með eins hörund og þess vegna þarf að vega og meta í hverju tilfelli fyrir sig, hvers hörundið þarfnast.
Þessu svarar Berglind Sveina Gísladóttir, snyrtifræðingur, aðspurð um hvernig hægt er að undirbúa hörundið og lágmarka hættu á sólbruna áður en haldið er á suðrænar slóðir, en Berglind Sveina á og rekur snyrtistofuna Fegurð sem flutti nýverið í glæsilegt húsnæði að Linnetsstíg 2 í Hafnarfirði.
Þetta segi ég, því allar konur ættu að njóta persónulegrar ráðgjafar snyrtifræðings. Árstíðaskipti geta haft afgerandi áhrif á áferð húðarinnar, það er ekki síður mikilvægt að næra húðina vel áður en farið er út í sólina. Húðin getur ekki nýtt náttúrulegar varnir sínar, ef henni skortir raka og næringu. Best er að hitta snyrtifræðinginn með góðum fyrirvara áður en farið er í sólarfrí.
Berlind Sveina hefur rekið snyrtistofuna Fegurð í ein 11 ár og flutti nýverið í glæsilegt húsnæði að Linnetsstíg 2
Berglind Sveina, sem hefur starfað við fagið í ein 12 ár, bendir einnig réttilega á að húð kvenna sé breytileg og að allir búi yfir eigin sérkennum. Þá hafi sumar konur þurra húð frá náttúrunnar hendi, meðan aðrar konur eru með blandaða eða jafnvel feita húðgerð. Misjafnar meðferðir henti hverri konu og að taka verði mataræði, hormónastarfsemi líkamans og svo einnig aldur með inn í reikninginn. Húðin, eitt stærsta líffæri líkamans, taki stöðugum breytingum. . . LESA MEIRA