Augnhárin þín hafa tilgang og eru þarna til þess að hindra það að skítur og bakteríur komist inn í augun. Það sem gerviaugnhár gera er að þau safna í sig skít og bakteríum og þó aðallega í kringum límið. Þetta getur skapað slæmar augnsýkingar.
Gerviaugnhár þyngja augnlokið. Ef þú notar gerviaugnhár bara endrum og eins þá finnur þú eflaust ekki fyrir neinu en ef þú notar þau að staðaldri þá geta þau þyngt augnlokið það mikið að það teygist á því og þú virkar þreytulegri.
Mörg augnháralím eru ansi sterk og oft eru efni í þeim sem geta valdið ofnæmi. Til að koma í veg fyrir ofnæmi er gott að skoða innihaldsefnin í líminu.
Þegar maður notar gerviaugnahár þá er ansi algengt að maður tapi tímabundið sínum eigin augnhárum. Þegar gervihárin eru tekin af þá þekkja eflaust flestir sem hafa prófað þau að augnhárin okkar fylgja oft með.
Ef maður notar gerviaugahár lengi þá er enn meiri hætta á að augnhárin vaxi ekki aftur. Góð eið til að forðast þetta er að nota gerviaugnhár bara til hátíðarbrigða
Það er ekkert eins slæmt eins og þegar gerviaugnhár losna eða detta af þegar maður er til dæmis innan um hóp af fólki. Maður vill helst ekki draga athyglina að því að maður sé með gerviaugnhár yfir höfuð.
Gerviaugnhár eru samt alls ekki al slæm en ef þú notar þau ekki daglega og passar vel upp á þín eigin augnhár þess á milli til dæmis með að nota næringu og slíkt. Gerviaugnahár gera nefnilega alveg hellging til að fullkomna förðunina. Gott er að hafa í huga ef þú ert með viðkvæm augu að passa vel hvaða augnhár og lím þú notar.
Birt í samstarfi við
Tengt efni: