Kannastu við að spyrja barnið alltaf að því sama þegar það kemur heim eftir skóla: „Hvernig var í skólanum?“ ..eða eitthvað á þá leið. Og að barnið svari „fínt“ eða „gaman“ af litlum áhuga.
Kannastu við að spyrja barnið alltaf að því sama þegar það kemur heim eftir skóla: „Hvernig var í skólanum?“ ..eða eitthvað á þá leið.
Og að barnið svari „fínt“ eða „gaman“ af litlum áhuga.
Þetta er ekki beint spurning til að kveikja áhuga hjá barninu um að segja frá upplifun sinni í skólanum þar sem spurningin er leiðinlega opin og óspennandi.
Sara Goldstein samdi þrjátíu nýjar hugmyndir að spurningum til að kveikja áhuga hjá barninu til að spjalla um daginn.
- Hvað fékkstu að borða í hádegismat?
- Sástu einhvern bora í nefið?
- Hvað lékuð þið ykkur við í frímínútum?
- Hvað var það fyndnasta sem gerðist í dag?
- Var einhver mjög góður við þig í dag?
- Varst þú góður við einhvern í dag?
- Hver fékk þig til að brosa í dag?
- Hver af kennurum þínum heldurðu að væri líklegastur til að lifa af innrás uppvakninga? Afhverju?
- Hvað lærðir þú nýtt í dag?
- Hver kom með girnilegasta nestið í dag? Hvað var það?
- Hvaða áskoranir þurftir þú að takast á við í dag?
- Ef skólinn væri tívólí, hvaða tæki myndirðu fara í? Afhverju?
- Hvaða einkunn gæfir þú deginum í dag á bilinu 1 til 10? Afhverju?
- Ef einn af bekkjarfélögum þínum gæti verið kennari í einn dag, hver myndi hann vera? Afhverju?
- Ef þú mættir vera kennari í einn dag, hvað myndirðu kenna bekknum þínum?
Til að lesa þessa áhugaverðu grein til enda, smelltu þá HÉR.
Lára er læknir og doktor í lýðheilsuvísindum. Sigríður er hjúkrunarfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu og hefur unnið að forvarnarverkefnum. Hvor um sig eiga þær þrjú börn.
Tíminn sem við fáum með börnunum líður hratt og því dýrmætt að nýta stundirnar með þeim vel. Upplifa ný fjölskylduævintýri um helgar eða í öðrum frítíma. Í bókinni "Útivist og afþreying fyrir börn" höfum við tekið saman hugmyndir að skemmtilegum samverustundum jafnt utandyra sem innan.
Grein af vef samvera.is