Við gleymum hversu öflug orð eru og í kæruleysi þá lendir oft okkar skap á þeim sem eiga það síst skilið. Við erum með nefið ofan í símum og tölvum og tölum lítið sem ekkert saman.
Gerðu breytingar, nærðu þín sambönd með munnlegum samskiptum. Notaðu falleg orð og hrós.
1. Mundu að ég er hérna fyrir þig.
2. Takk, Takk fyrir allt sem þú gerir fyrir mig og takk fyrir að gera líf mitt fullt af hamingju.
3. Þú ert falleg/fallegur. Það sem mér finnst fallegast við þig að innan og utan er : _____
4. Hvernig líður þér? Ég vil heyra sannleikann – Hvernig líður þér í alvörunni?
5. Segðu mér frá þínum draumum.
6. Segðu mér frá því sem hræðir þig.
7. Ég er að hugsa um þig.
8. Ég kann að meta þig.
9. Mér þykir vænt um þínar tilfinningar.
10. Þú ert mér mikilvæg/ur.
11. Ég gerði mistök og ég bið þig að fyrirgefa mér.
12. Ég met okkar samband.
13. Ég er afar þakklát/ur og heppin að hafa þig í mínu lífi.
14. Hvað get ég gert til að styðja þig?
15. Hvernig líður þér í okkar sambandi?
16. Hvernig líður þér gagnvart mér?
17. Það sem ég elska mest við þig er: _____
18. Vel gert! Frábært hjá þér!
19. Á þennan hátt hefur þú snert mitt líf og gert það betra: ____
20. Það er heiður fyrir mig að þekkja þig og vera náin þér.
21. Ég vil aðeins það besta fyrir þig.
22. Ég treysti þér. Ég treysti okkar sambandi.
Heimild: the-open-mind.com