Fyrir þá sem eru í sambúð
Samvinna felur líka í sér að báðir aðilar sambúðarinnar virði hvor annan, styðji hvor annan og gefi hvor öðrum tækifæri til þess að þroskast um leið og samband þeirra þroskast. Hamingjan felst í því að láta samvinnuna ganga upp. Óhamingjan er þá skipsbrot samvinnunnar. Það er reyndar algengara en margur heldur.
Alltof oft þá ætlumst við til þess af maka okkar að hann eða hún hafi frumkvæðið að einhverju sem eykur hamingju innan veggja heimilisins. Maki okkar á líka að vera tilbúinn til þess að gefa sér tíma fyrir okkur, til þess að rækta ástina og til þess að vera okkur til stuðnings í blíðu og stríðu. Þegar það gengur ekki eftir, þá bregða sumir á það ráð að láta sig einfaldlega hverfa burt úr sambúðinni, slíta samvistum, vegna þess að „makinn er svo leiðinlegur, tillitslaus og hefur engan áhuga á sambandi okkar“, eins og margir segja!
Galdurinn við hamingjusama sambúð er aftur á móti fólginn í því að segja ekki „hvað getur maki minn gert…“ heldur „hvað get ég gert fyrir sambúðina okkar…“. Áður en við krefjumst alls af maka okkar ættum við að venja okkur á að líta í eigin barm. Því það er þar sem lykillinn að góðri sambúð er falinn.
Hér á eftir fer listi sem er kallaður „Gátlisti hamingjunnar“. Á gátlistanum eru nokkur atriði sem hver og einn getur gert og haft í huga til þess að auka hamingjuna í sínu sambandi. Ef þér líst vel á listann skaltu prenta hann út og hengja hann upp á ísskáp eða á annan góðan stað. Reyndu svo að „tékka“ við þá hluti sem þér hefur tekist vel með. Þú getur líka bent maka þínum á listann.
En munið þið bara að segja ekki við hvort annað „Já, þetta er nú eitthvað sem ÞÚ þyrftir að gera“, heldur segið við ykkur sjálf, „þetta er eitthvað fyrir MIG“. Gangi ykkur svo vel með samvinnuna.
(Eða nokkrir hagnýtir hlutir sem ég get gert til að auðga samband mitt við þá sem mér eru nákomnir.)
Grein fengin af vef doktor.is