Eins og flestir vita eflaust þá er hægt að hlæja endalaust að kisumyndböndum á Youtube.
En við eigum það til að hugsa bara um ketti sem litla sæta loðna félaga og gerum okkur ekki grein fyrir því að kettir geta verið mjög svo góðir fyrir heilsu fólks.
Það hefur verið sannað oftar en einu sinni að kettir eru meira en bara góður félagsskapur. Þeir hafa þann eiginleika að róa fólk niður með sínu mali og getur það verið gott meðal fyrir þá sem þjást af hjartasjúkdómum.
Í rannsókn sem stóð yfir í 10 ár var niðurstaðan sú að kettir eru róandi og bara það að hafa kött í kjöltu og klappa honum dregur úr stressi. Í þessari rannsókn tóku þátt um 4,000 manns og var hún gerð af the University of Minnesota, Stroke Institute í Minneapolis.
Eftir þessi 10 ár þegar farið var yfir niðurstöður kom í ljós að þeir sem áttu kött voru 30% minna líklegir til að deyja úr hjartaáfalli en þeir sem áttu ekki kött.
Ástæðan var sú að kattareigendurnir voru með hjartslátt á réttu róli, lítið fór fyrir stressi og blóðþrýstingur var lágur. Og það er ekkert grín að geta lækkað áhættuna á hjartaáfalli um allt að 30%.
Einnig hafa kettir þau áhrif að þeir losa um oxytocin í heilanum. Þið vitið, hormónið sem lætur okkur líða afar vel, er tengt við tilfinningar eins og ást og er afar gott fyrir líkamann.
Einnig losnar um serotonin og dopamine í heila þegar þú ert t.d að leika við kött en þessi efni draga verulega úr stressi og koma reglu á ónæmiskerfið.
- Gæludýraeigendur eru minna líklegir til að verða þunglyndir en þeir sem eiga ekki gæludýr.
- Fólk sem á gæludýr er minna líklegra til að hækka blóðþrýstinginn ef það lendir í aðstæðum sem geta verið stressandi.
- Sjúklingar sem hafa þegar fengið hjartaáfall og eiga gæludýr lifa lengur en þeir sem eiga ekki gæludýr.
- Gæludýraeigendur sem eru komnir yfir 65 ára aldurinn fara 30% sjaldnar til læknis en þeir sem eiga ekki gæludýr.
- Þó svo fólk sem á hund eða kött upplifi alla þessa góðu kosti að þá þarf gæludýrið ekki endilega að vera hundur eða köttur. Það að horfa á fiska í fiskabúri getur dregið úr vöðvaspennu og lækkað púlsinn.