Í október árið 2002 komu saman nokkrir eldhugar og áhugamenn um millivegalengdir og langhlaup og stofnuðu hollvinafélagið Framfarir. Með stofnun félagsins vildu frumkvöðlarnir leggja sitt lóð á vogarskálar frekari framfara í lengri hlaupavegalengdum á Íslandi.
Ljóst er að mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan félagið var stofnað árið 2002 en það má auðveldlega bæta um betur á komandi árum og efla þannig enn frekar stöðu millivegalengda- og langhlaupara og þá menningu sem þekkist meðal þessa hóps íþrótta- og áhugafólks.