Félagsmönnum hefur fjölgað jafnt og þétt og félagið sjálft hefur staðið fyrir fjölda viðburða bæði keppna og fræðslu. Helst ber að nefna Víðavangshlaupaseríu Framfara og New Balance sem farið hefur fram fjóra síðustu vetur, fyrst aðeins á Borgarspítalatúninu en þrjá síðustu vetur þar, í Laugardalnum, Fossvogsdalnum, Elliðárdalnum, við Elliðaárvog, í botni Nauthólsvíkur, á Ylströndinni, á Miklatúni og Seltjarnarnesi. Framfarir hafa staðið fyrir fræðslufyrirlestrum og sínum árlegu útnefningum: karlhlaupari ársins, kvenhlaupari ársins, mestu framfarirnar og efnilegasti hlauparinn. Einnig hefur skokkklúbbur ársins verið valinn og verðlaun veitt fyrir Íslandsmet í millivegalengdum og langhlaupum. Til viðbótar þeim viðurkenningum sem veittar voru árið 2006 hyggjast Framfarir verðlauna skokkara ársins fyrir árið 2007 og verður eflaust hart barist um þá útnefningu.
Þá hefur félagið staðið fyrir keppni svokölluðum bætingahlaupum á braut og sett á laggirnar og viðhaldið topp 10 lista í öllum vegalengdum millivegalengda og langhlaupa sem birtist vikulega á www.hlaup.is sumarið 2006.
Víðavangshlaupasería Framfara hefur verið haldin allt frá árinu 2004 og hefur Burkni Helgason verið aðal driffjöðurinn í framkvæmd þeirra en notið góðs stuðnings frá Afreksvörum og nú á síðastliðnu ári frá Saucony umboðinu.
Úrslit víðavangshlaupaseríu Framfara, NewTon & Saucony.
2004
Kvennaflokkur: Íris Anna Skúladóttir Fjölni
Karlaflokkur: Kári Steinn Karlsson UMSS
2005
Kvennaflokkur: Íris Anna Skúladóttir Fjölni
Kvennalið: Fjölnir: Íris Anna Skúladóttir, Stefanía Hákonardóttir, Íris Þórisdóttir, Heiðdís Hreinsdóttir
Karlaflokkur: Þorbergur Ingi Jónsson UMSS
Karlalið: UMSS: Þorbergur Ingi Jónsson, Kári Steinn Karlsson, Ólafur Margeirsson, Sigurbjörn Árni Arngrímsson.
2006
Kvennaflokkur: Herdís Helga Arnalds Breiðablik
Kvennalið: ÍR: Björg Gunnarsdóttir, Kristín Lív Jónsdóttir, Fríða Rún Þórðardóttir, Aníta Hinriksdóttir
Karlaflokkur: Kári Steinn Karlsson Breiðablik
Karlalið: Breiðablik: Þorbergur Ingi Jónsson, Kári Steinn Karlsson, Ólafur Margeirsson, Halldór Hermann Jónsson
2007
Kvennaflokkur: Íris Anna Skúladóttir Fjölni
Kvennalið: ÍR: Björg Gunnarsdóttir, Bogey Leósdóttir, Urður Bergsdóttir, Aníta Hinriksdóttir
Karlaflokkur: Björn Margeirsson FH
Karlalið: Breiðablik: Þorbergur Ingi Jónsson, Stefán Guðmundsson, Halldór Hermann Jónsson, Ólafur Margeirsson
2008
Kvennaflokkur: Arndís Ýr Hafþórsdóttir Fjölni, Aníta Hinriksdóttir ÍR
Karlaflokku: Þorbergur Ingi Jónsson Breiðablik / ÍR, Snorri Sigurðsson ÍR, Stefán Guðmundsson Breiðablik
2009
Kvennaflokkur: Fríða Rún Þórðardóttir ÍR, Aníta Hinriksdóttir ÍR, Íris Anna Skúladóttir Fjölni
Karlaflokkur: Ólafur Konráð Albertsson ÍR, Birkir Marteinsson ÍR, Snorri Sigurðsson ÍR
2010
Kvennaflokkur: 1. – 2. Aníta Hinriksdóttir ÍR , 1. – 2. Íris Anna Skúladóttir Fjölnir, 3. Hrönn Guðmundsdóttir ÍR
Karlaflokkur: Snorri Sigurðsson ÍR, Bjartmar Örnuson UFA, Ólafur Konráð Albertsson ÍR
2011
Kvennaflokkur: 1. Aníta Hinriksdóttir ÍR, 2. Fríða Rún Þórðardóttir ÍR, 3. Sigurbjörg Eðvarðsdóttir ÍR
Karlaflokkur: 1. Kristinn Þór Kristinsson HSK, 2. Tómas Zoega Breiðablik, 3. Þorbergur Ingi Jónsson ÍR
2012
Kvennaflokkur: 1. Aníta Hinriksdóttir ÍR, 2. Fríða Rún Þórðardóttir ÍR, 3. Agnes Kristjánsdóttir ÍR
Karlaflokkur: 1. Snorri Sigurðsson ÍR, 2. Hlynur Andrésson ÍR, 3. Kristinn Þór Kristinsson HSK
2013
Kvennaflokkur: 1. Fríða Rún Þórðardóttir ÍR, 2. Eva S Einarsdóttir ÍR, 3. Aníta Hinriksdóttir ÍR
Karlaflokkur: 1. Björn Margeirsson Ármanni, 2. Kári Steinn Karlsson ÍR, 3. Arnar Pétursson ÍR
2013
Kvennaflokkur: 1. Aníta Hinriksdóttir ÍR, 2. María Birkisdóttir USÚ, 3. Gunnur Róbertsdóttir Ármanni
Karlaflokkur: 1. Snorri Sigurðsson ÍR, 2. Sæmundur Ólafsson ÍR 3. Arnar Pétursson ÍR
Árið 2010
Alls tóku 38 hlauparar þátt, 27 karlar og 11 konur. Hlaupin fóru fram á túninu fyrir ofan Íþrótta- & Ólympíusamband Íslands, í Elliðárdalnum, við Nesstofu á Seltjarnarnesi og á túninu við Borgarspítalann.
Árið 2011
Hlaupin fóru fram í Öskjuhlíð, í Fossvognum, í Mosfellsbæ og á túninu við Borgarspítalann. Actavis kom inn sem styrktaraðili samhlið New Balance á Íslandi.
Árið 2012
Hlaupin fóru fram við Rauðavatn, í hólmanum í Elliðárdal, í Rauðhólum og á túninu við Borgarspítalann. Actavis númerin voru enn í notkun svo Actavis var styrktaraðili samhlið New Balance á Íslandi. Alls hlutu 22 karlar, 4 konur, 16 piltar og 7 stúlkur stig.
Árið 2013
Hlaupin fóru fram í Heiðmörk við Elliðavatn, í kringum Reynisvatn, á túninu við Borgarspítalann og í Laugardalnum. Actavis númerin voru enn í notkun, Sauconi á Íslandi var styrktaraðili hlaupsins.
Árið 2014
Hlaupin fóru fram við Rauðavatn, við ræktunarstöð Reykjavíkurborgar í Fossvogsdal, við Vífilsstaðaspítala og á túninu við Borgarspítalann og í Laugardalnum. Newton running á Íslandi var styrktaraðili hlaupsins. Alls hlutu 21 karl og 6 konur stig.
Aðrir viðburðir:
Framfarahlaup Melabúðarinnar 2012
Fór fram 17. júlí, keppt í 3 flokkum stráka og stelpna. 150 keppendur.
Fjármagnað af Melabúðinni og Landsbankanum, fengum einnig styrk frá Íþróttasjóði Ríkisins. Fjallað var um viðburðinn í 10 fréttum RUV. Flott umfjöllun á MBL líka svo og baksíðu auglýsing daginn áður. Aníta tók við peningaupphæð úr hendi Ragnheiðar Ólafsdóttur vegna Íslandmeta í 800m innan- og utanhúss.
Framfarahlaup Melabúðarinnar 2013
Ákveðið var að hlaupið færi fram í umsjón frjálsíþróttadeildar KR og var hlaupið haldið 19. September. Styrkt af Melabúðinni og Landsbankanum og voru Anítu færð viðurkenning fyrir hennar Íslandsmet í 800m. Fín framkvæmd hjá KR og velunnurum þrátt fyri leiðindarveður, rok og rigningu 120 börn tóku þátt. Keppt var í þremur aldursflokkum stráka og stelpna og hlaupin sex hlaup sem Aníta og Sæmundur Ólafsson leiddu.
Fyrsti Framfaradagurinn var haldinn 19. nóvember. 14 hlauparar mættu og tóku saman æfingu í Laugardalnum undir stjórn Fríðu Rúnar Þórðardóttur.
Fríða Rún Þórðardóttir, Formaður Framfara