Jólatré þar sem seríurnar spila aðalhlutverkið
Þetta jólatré glitrar af jólaseríum og einkennist af gull,hvítum og bláum kúlum. Gefur fallega birtu í svartasta skammdeginu. Fallegt ekki satt?
Sveita stílinn
Þegar ég sá þessa mynd, var ég alveg tilbúin í að færa jólin upp í bústað, fjarri öllu ys og þys borgarinnar.
Stórar mjúkar jólakúlur eru sjarmerandi
Það er viss sjarmi yfir þessum stóru og „fluffý“ jólakúlum, en ég er ansi hrædd um að tréð þurfi að vera frekar stórt til að þær njóti sín. Finnst þessi könglar ansi fallegir og hugmyndin er töff.
Rautt, gyllt og kósý
Fyrir mér er þetta jólatré hið klassíska sem maður man alltaf eftir. Bland af gylltum og rauðum jólakúlum minnir mig alltaf á jólatréð hjá ömmu minni á Berg.
Þar sem hlutlaus jólakrans setur punktinn yfir i-ið
Ef þú ert svo lánsöm að hafa arinn á þínu heimili, þá gæti þetta verið fyrir þig. Fallega skreytt jólatré í bronslitum og hlutlausi kransinn setur punktinn yfir i-ið.
Stórar jólaseríur og borðar
Á þessu jólatré fá stórar seríur að njóta sín ásamt fallegum breiðum borða.
Tindáta jólatré
Að hafa svona fallega hangandi tindáta á jólatrénu gerir það örlítið „gamaldags“ en fallegt og afar sjarmerandi.
Hátíðleikinn tekinn alla leið
Hér er litlu jólatré hampað hátt og hátíðleikinn tekinn alla leið. Fallegi túrkís liturinn nýtur sín vel á þessu heimili.
Gull, gull og meira gull
Á litlu gólfplássi er smart að setja tréð upp á borð eins og er gert hér. Gyllt er allsráðandi og nýtur sín vel í þessari hvítu og fallegu stofu.
Feldu jólatré standinn
Þetta er snilldar hugmynd til að fela standinn undir trénu. Kannski erfitt að bæta á það vatni. En það er hægt að útfæra þessa hugmynd á nokkra máta.
Örðuvísi jólakúlur
Það er alltaf gaman að finna jólakúlur sem eru öðruvísi en þessar hefðbundnu sem eru seldar allstaðar.
Heimagert jólaskraut á tréð
Það er alltaf svo fallegt að sjá heimagert jólaskraut á trénu og tala nú ekki um ef börnin á heimilinu hafa tekið þátt í að búa það til.
Er búið að skreyta jólatréð á þínu heimili ?
Taktu mynd af því og deildu því með okkur og lesendum á Instagram – muna að #heilsutorg og taka „privat“ stillingu af svo að sem flestir geti notið þess með þér.
Muna bara ekki að fara yfir um af jólastressi (við bendum á þessa grein HÉR).
Jólin koma hvort sem við erum búin að öllu eða ekki.
Ást og friður
Karólína