Ef þú ætlar að búa til fallegan vönd til að setja í vasa og skreyta heimilið með þá er afar gott ráð að nota gúmmíteygju utan um stilkana svo vöndurinn haldist betur saman.
Margir skrifa lista fyrir innkaupin og það sem vantar. Því ekki að nota myndaramma í það verkefni. Hægt er að fá penna sem auðvelt er að þurrka af ramma glerinu. Þetta er bæði fallegt og gagnlegt.
Til að pappír fari nú ekki til spillis þá er afar sniðugt að nota sokkabuxur utan um afgangs pappír á rúllum. Klipptu skálm af gömlum sokkabuxum og rúllaðu upp pappírinn.
Ertu með marga lykla á kippunni? Notaðu naglalakk til að þekkja þá í sundur. Sem dæmi, rautt á útidyrnar, blatt fyrir geymsluna og svo framvegis.
Klipptu skókassana í tvennt eftir lengd eða breidd og notaðu í skúffur í svefnherbergisskápnum eða kommóðunni til að halda öllu í röð og reglu. Flott fyrir nærfötin, sokka og fleira.
Sparaðu pláss. Fáðu þér grind í næstu bókabúð og notaðu til að geyma uppskriftir, skurðarbretti og pottlok.
Heimild: realsimple.com