Plöntur gefa frá sér súrefni sem hjálpar til við að eyða þessum slæmu efnum úr andrúmsloftinu og það ættu allir að vera með nokkrar slíkar inni á sínu heimili.
Hérna eru nokkrar sem gætu hentað fyrir heimilið þitt.
Hið enska Ivy blóm.
Hún er fáanleg í allavega litum og gerðum. Þessi jurt er klifurjurt og er afar góð fyrir heimilið. Það er hægt að hafa hana í blómapottum sem hanga því þannig nýtur hún sín langbest. Þetta blóm þarfnast ekki mikillar vökvunar, stöku úða yfir laufblöðin og þá sérstaklega á veturna.
Bambus Pálmi.
Hann er frábært heimilisblóm. Þarfnast lítillar umhyggju. Muna bara að staðsetja hann þar sem hann nær smá sól yfir daginn og vökva reglulega.
Friðar Liljan.
Þetta blóm er sérfræðingur í að hreinsa andrúmsloftið. Sem dæmi lykt af Acingtoni og alkahóli (ef það er til staðar í hreinlætisvörum sem notaðar eru til að þrífa). Friðar Liljan er eina plantan á þessum lista sem að hreinsar algjörlega andrúmsloftið. Til þess að Liljan þín sé heilbrið þá þarf stöku sinnum að þvo laufblöðin á henni og vökva eftir þörfum.
Pálmatré.
Mjög gott er að hafa eins og eitt svona fallegt tré inn á heimilum. Þau eru auðvitað mismunandi stór svo hver og einn velur stærð eftir sínum smekk. Pálmatréð hreinsar andrúmsloftið og gerir það ferskt. Afar auðvelt að meðhöndla, bara muna að taka af brún laufblöð og vökva stöku sinnum.
Gúmmí plantan.
Ertu ekki með græna fingur? Þá er þetta akkúrat blómið fyrir þitt heimili. Á meðan hún hreinsar andrúmsloftið af óæskilegum efnum þá þarf hún afar litla umhyggju. Gúmmí plantan þolir að vera í köldu andrúmslofti og þarf lítið af ljósi eða sólarljósi. Það eina sem hún þarf er að vera vel vökvuð.
Fleiri skemmtilegar upplýsingar um blóm og áhrif þeirra á okkur og heimilið okkar má finna HÉR.