Blöðrur
Blöðrur gleðja alla, stóra sem smáa. Þú getur fengið mikið úrval af fallegum blöðrum í Partý búðinni og þau geta sett gas í þær svo að þær hangi nú fallega í loftinu. Eins er smart að hengja myndir af fjölskyldu og vinum í spottann, það myndi toppa Facebook sem býður þér upp á árið í myndum! Eða líma þær uppá vegg í kringum hlaðborðið sem er á boðstólum.
Myndaveggur
Snaraðu fram einum myndavegg fyrir fjölskylduna og gesti. Það lífgar upp á Facebook myndirnar sem þú setur inn! Ef þú hefur takmarkaðan tíma, skelltu þér í Bónus og náðu þér í alla vega 2 pappakassa og svo er A4 fyrir hliðina á þeim í Smáratorginu og náðu þér í fallega límstafi til að smella á herlegheitin. Ef þú ert ein af þeim sem geymir borðana utan af jólapökkunum, þá er tækifærið til að nota þá núna og setja upp sitthvoru megin við og taktu bara jólakúlur af trénu (Það tekur enginn eftir því) En ef þú vilt aðeins meiri glamúr, og hefur nægan tíma á meðan kalkúnninn er í ofninum þá er þetta smart að setja upp. Föndur og List og A4 geta klárlega aðstoðað þig að framkvæma þessa flottu útfærslu af myndavegg.
Matarborðið
Ekki má gleyma að skreyta sjálft matarborðið. Hægt er að fá stóra og fallega tré eða pappastafi t.d í Tiger og Ikea, gætir þurft að poppa þá smá upp í litaþema heimilisins fyrir þetta kvöld. Hægt er að gera fallega servéttuhringi úr jólaskrauti, einfalt og fallegt. Skreyttu stólana með töff efni í anda litaþema kvöldsins. Nýttu stjörnuljósin sem koma uppúr flugeldakassanum frá Björgunarsveitunum til fulls og skreyttu eftirréttina með þeim, hátíðarlegt og falleg.
Ást og friður
Karólína
Instagram #heilsutorg #heimaerbest