Fara í efni

Dúndur góð ráð fyrir jólaþrifin

Það þýðir ekkert að fara í þrif flækju þó að fyrsti í aðventu nálgist óþarflega hratt og þú átt allt eftir.
Þegar tuskubrjálæðið tekur yfir
Þegar tuskubrjálæðið tekur yfir

Það þýðir ekkert að fara í þrif flækju þó að fyrsti í aðventu nálgist óþarflega hratt og þú átt allt eftir. 

Við látum nú stundum eins og það sé bara þrifið einu sinni ári og þá um jólin, já og svo fáum við svona flækju stundum líka fyrir páska! 

En ekki örvænta, því að við fundum nokkur góð húsráð og það án allra kemísku efnanna. 

Jólin koma hvort sem þú hefur þrifið ofan af eldhússkápnum eða ákveðið að mála allt bara fyrir jólin og parketleggja.

 

 

 

 

 

1. Edik á glösin

Þetta er snilld, þú blandar saman vatni og vinegar 3:1  Dýfir glösunum í blönduna og þér sérð muninn strax.  Virkar líka vel á spegla og stál yfirborð.

j

2. Dótið í barnaherberginu

Flest af því getur farið uppþvottavélina. Sleppur við óþarfa tíma við að þurrka af dótinu sem flæðir útum allt og ekki verður minna af dótinu eftir jólin.

g

3. Notaðu sokk til að þrífa rimlagardínurnar

Hér koma stöku sokkarnir á heimilinu að góðum notum.  Og ekki reyna telja okkur trú um að það finnist ekki stakir sokkar á þínu heimili, nefið á þér stækkar bara.  Edik er það heillin og sama blanda og við notum á glösin.

h

4. Matarsódi og Edik er gott á pönnur og potta

Það er nú ekki hægt að elda jólamatinn í hálfbrenndum pottum og pönnum er það nokkuð?  Þá er þetta ráð fyrir þig góða já eða góði.  Settu botnfylli af vatni í pott eða pönnu og 1 bolla af ediki.  Láttu nú suðuna koma upp.  Ættir að sjá mun strax, en bættu við 2 matskeiðum af matarsóda og búðu þig undir smá fruss.  Ef það eru enn erfiðir blettir búðu þá til smá „paste“ úr matarsódanum og nokkrum dropum af vatni og láttu liggja á blettinum, Ta ta ta  þú ert komin með skínandi hreina potta og pönnur.

h

5. Sítróna á blöndunartæki

Sítrónur er hægt nota í meira en Gin og Tónik!  Skerðu sítrónu til hálfs eins og þú sérð hérna á myndinni og farðu hamförum á öll blöndunartækin hjá þér, bæði inn á baði og eldhúsi.  En passaðu nú þig á því að vera í gúmmíhönskum ef þú ert með sár á fingrum.

j

6. Sópaðu loftið í herbergjum

Ef þú ert ein af mörgum sem ætlar ekki að mála allt í hólf og gólf, þá kemur kústurinn vel að notum núna.  Skelltu handklæði utanum hann og festu vel með einhverjum ráðum og farðu svo vel yfir öll horn og þér líður eins og þú hafir málað loftin.

j

7. Búðu til þín fjölnota moppu

Það fátt meira pirrandi en þegar maður er þrif- gírnum og ætlar að moppa öll gólf og maður kemur að tómu plastinu sem geymir moppurnar.  Þá er ekkert annað í stöðunni en að nýta sokkana sem Bibba frænka gaf þér um síðustu jól og liggja bara enn inn í skáp þar sem þú hafðir það ekki í þér að henda þeim EF hún skildi nú koma við og kíkja niður á fótabúnaðinn á þér. Nú getur þú notað þá í að moppa öll gólf.  Sniðug jólagjöf ekki satt!

bb

8. Gluggaskafan gerir kraftaverk á teppin

Ef þú fylgir tískunni og ert komin með teppi á alla íbúðina þá ert þetta ráðið fyrir þig.  Ef þér dettur skyndilega í hug að þrífa teppið eftir klukkan 23 á þriðjudagskvöldi í fjölbýlishúsi, Þá er gluggaskafan kraftaverk til að þrífa upp hár og þá væntanlega eru þetta kattarhár en ekki þitt, ef svo er þá ert þú í slæmum málum af hárlosi og þarft að bregðast skjótt við.  Ekki fara yfir um af jólastressi.

h

9. Gamla gardínustöngin stendur fyrir sínu

Ef þú hefur söfnunaráráttu fyrir hreinsivörum fyrir heimilið þá er gamla góða gardínustöngin tilvalin undir vaskaskápinn í eldhúsinu.  Skapar meiri pláss fyrir fleiri tegundir og hefur betri yfirsýn hvað þú ert ekki búin að kaupa.

j

10. „Shoe Shine“ á leðurhúsgögnin

Frábært ráð að nota glært „Shoe Shine“ á leðurhúsgögnin og einnig vaselín eins og við sögðum frá hér.

Passið vel uppá að þrífa vel yfir með þurrum klút svo að gestir fari nú ekki heim með skrýtna bletti í fatnaði eftir jólaboðið.

jj

11. Gamla góða Coca Cola trixið

Þetta á nú kannski betur við þá piparsveina sem gleyma trekk í trekk að kaupa klósetthreinsir en eiga alltaf nóg af Coca Cola (fylgir alltaf 2. lítra flaska með pizzu tilboðinu, heimsent) Tel að það sé fullvíst að það var karlmaður sem fann upp þetta ráð.

j

12. Meira af töfrum matarsóda og ediks – Uppþvottavélin sjálf

Það má ekki gleyma sjálfri uppþvottavélinni.  Enda er hún að jafna kölluð þarfasti þjónninn á heimilinu ekki nema að þú hafir pabba gamla í uppvaskinu og hann telur uppþvottavél vera ekkert annað en óþarfa rafmagnseyðsla!  En settu edik í opið ílát í efri grindina og settu á  heitasta prógrammið og það lengsta.  Þegar það er búið, stráðu þá matarsóda í botninn á uppþvottavélina og láttu ganga aftur á heitu prógrammi og sjáðu nú muninn. 

j

13. Hreinsa olíubletti með olíu!

Ha?  Hvernig er það hægt?  Við þekkjum flest öll  þessa fitugu olíubletti sem koma á viftuna og helluborðið hjá okkur eftir steikingar.  Hér er mælum við með að nota matarolíu, já þú ert að lesa rétt MATAROLÍU til að losa sig við fituna.  Settu nokkra dropa af olíu í eldhúspappír og strjúktu yfir svæðið og sjáðu fituna hverfa.  Þegar þú ert búin að fara hamförum yfir háfinn og eldavélina taktu þá þurra tusku og strjúktu vel yfir eftir á.  Allt orðið skínandi hreint og aðventan má koma.

g

 

Mundu eftir okkur á Facebook og Instagram

#heilsutorg #heimaerbest