Talið er æskilegt að þrífa baðherbergið vel einu sinni í viku og einu sinni í mánuði þarf að gera virkilega góða og sótthreinsandi hreingerningu þar.
Þegar baðherbergið er þrifið verður oft eitt og annað eftir sem maður hugsar ekki alltaf út í að þurfi líka að þrífa. En þetta er baðherbergið og eins og gefur að skilja leynast þar ýmsir sýklar. Þess vegna er mikilvægt að þrífa ALLT þar inni.