Það er alltaf gaman að finna nýja og öðruvísi hluti í eldhúsið til að undirbúa matinn eða bera hann fram. Kannski þekkir þú einhvern sem er ný byrjaður að búa og vantar eitt og annað í eldhúsið þá ert þú komin með frábærar hugmyndir af gjöfum.
Það er alltaf gaman að finna nýja og öðruvísi hluti í eldhúsið til að undirbúa matinn eða bera hann fram.
Kannski þekkir þú einhvern sem er ný byrjaður að búa og vantar eitt og annað í eldhúsið þá ert þú komin með frábærar hugmyndir af gjöfum.
Sniðugar nýjungar í eldhúsið
#1 Þessi Kryddskæri eru nánast ómissandi fyrir þann sem er duglegur að nota ferskt krydd og hefur ekki alveg sömu reynsluna og Völli Snæ að saxa þetta smart niður.
#2 Þessi Risaeðlu ausa myndi nú slá í gegn á hvaða heimili sem er þar sem börn eru í fyrirrúmi.
#3 Siggi Gunnars útvarpsmaður á K100 myndi gefa mikið fyrir að eiga svona Tekall enda drekkur Siggi bara Te útí eitt.
#4 Skemmtileg og öðruvísi fyrir eggjasuðuna, gæti hrætt þau allra yngstu á heimilinu!
#5 Harðasti „Game Of Thrones“ aðdáandi sem þú þekki er ný byrjaður að búa, flott innflutningsgjöf handa honum.
#6 Eins gott að hafa húmorinn í lagi ef maður nýtir þessa könnu fyrir eggjahvítur í baksturinn.
#7 Ætli þeir hjá Pizza67 noti svona skæri? Sniðug græja til að hafa alla sneiðar jafnstórar.
#8 Poppvélin ætti að vera staðalbúnaður á öll heimili, hollt og gott snakk.
#9 Platti undir pottinn er bráðnauðsýnlegur ef þú ert ekki með milljóndollara marmara á eldhúsinnréttingunni.
#10 Skemmtileg útfærsla á pottloki, sannarlegt gufuskip þarna á ferð.
#11 Ótrúlega skemmtilegt kökukefli, þau yngstu á heimilinu væru til í þetta fyrir baksturinn.
Fylgdu okkur á Facebook