Það er ýmislegt hægt að gera til að þú getir notið góðra stunda með fjölskyldu og vinum á svölunum/garðinum í sumar. Öllum á eftir að líða svo vel í notalegu umhverfinu.
Það er ýmislegt hægt að gera til að þú getir notið góðra stunda með fjölskyldu og vinum á svölunum/garðinum í sumar. Öllum á eftir að líða svo vel í notalegu umhverfinu.
Fyrst er gott að huga að því hvort bera þurfi á pallinn, eða hvort svalagólfið sé orðið þreytt, þá er hægt að mála það eða kaupa grænt eða grátt gervigras. Það sem þykir samt afar smart er að nota mottur hvort sem er á pallinn eða svalirnar, best er að hafa þær úr plasti því þá er auðveldara að þrífa þær.
Hér að neðan má sjá hvernig það kæmi út... svartar og hvítar eru alltaf klassískar, en bláar og hvítar mottur eru líka sérlega smart.
Svart og hvítt kemur alltaf vel út.
Stórt eða smátt mynstur.
Því næst er gott að huga að húsgögnunum. Á að kaupa ný húsgögn, fara á nytjamarkaði og lappa uppá gömul með spreyji, eða fara allt aðra leið og smíða þau sjálf/sjálfur úr vörubrettum.
Vörubrettin eru að njóta mikilla vinsælla og þar sem nóg er plássið þá geta þau verið góð lausn.
Vörubretti er hægt að fá fyrir utan flestar matvöruverslanir, á sorpu og fleiri stöðum og kosta þau ekki neitt, sem er auðvitað stór plús. Síðan má alltaf mála þau í hvaða lit sem er, þó að svart og hvítt sé alltaf klassískt, þá eru margir sem vilja smá meiri lit í lífið.
Síðan er bara að smella pullum og púðum á þetta og hafa það huggulegt, einnig er hægt að fá flott hjól undir í Bauhaus og fleiri stöðum.
Hér er búið að mála tvö bretti hvít og skella þeim ofaná hvort annað og setja dekk undir, þá er komið fínasta borð.
Eitt bretti málað og dekk undir... smá dýna,kósý gæra og flottir púðar, þarna væri gott að hafa það huggulegt í sólinni með kaffibolla.
Þegar kemur að því að skreyta svalirnar/garðinn þá er um að gera að nota hugmynaflugið.
Vera t.d með fallegan gosbrunn, lítið fuglahús, setja niður ilmandi blóm og stór tré, valið er endalaust, en mundu bara að gera það að þínu og muna hvað það er sem höfðar til þín.
Hér er búið að setja blómaker meðfram svölunum með fjólubláum blómum sem gera svalirnar hlýlegar og flottar. svarti og hvíti liturinn fær líka að njóta sín. og takið eftir ljósbláa stólnum hann gerir mikið.
Luktir, blóm, kerti og það sem þér þykir fallegt ætti að fá að njóta sín í garðinum/svölunum í sumar.
Fallegir púðar og útiljós eru líka alveg málið og finnst mér bara algjört möst.
Njótið sumarsins í garðinum/svölunum með fjölskyldu og vinum og sköpum skemmtilegar minningar saman, tökum upp grillið og njótum.
Ágústa Jónasdóttir er með afar flott blogg sem þú getur kíkt á HÉR.