Hrátt og töff baðherbergi er aðalmálið í dag. hér skiptir máli að finna efni og liti sem spila vel saman. steypa og hrár viður er einstaklega smart, og gott er að hafa í huga að oft eru það andstæður sem skapa fallega heildarútkomu.
Hrátt og töff baðherbergi er aðalmálið í dag. Hér skiptir máli að finna efni og liti sem spila vel saman.
Steypa og hrár viður er einstaklega smart og gott er að hafa í huga að oft eru það andstæðurnar sem skapa fallega heildarútkomu.
Þegar baðherbergi er innréttað þá finnst mér langfallegast að ofgera ekki hlutunum. Einfalt og hlutlaust baðherbergi er algjörlega málið og svo er auðvitað mjög mikilvægt að hafa fallega náttúrulega hluti inni á baðinu, kertaljós og jafnvel eina plöntu sem setur punktinn yfir i-ið. Best er að halda skrautmunum í hinum ýmsu litum í lágmarki, það getur truflað augað þegar komið er inn á baðherbergið. Við viljum getað slakað á í baðkerinu í þægilegu umhverfi ekki satt?
Persónulega finnst mér hrátt og töff baðherbergi vera aðalmálið í dag. Hér skiptir máli að finna liti og efni sem spila vel saman. Steypa og hrár viður er einstaklega smart, og gott er að hafa í huga að oft eru það andstæður sem skapa fallega heildarútkomu. Dökkgráar flísar og hrár viður eins og t.d í borðplötunni hjá vaskinum kemur vel út. Svo hefur fólk verið að steypa kringum baðkör sem er hrikalega töff.
Það eru ýmsir möguleikar og um að gera ef þú ert í þessum hugleiðingum að leita sér ráða hjá fagmönnum og eins að skoða netið, það er uppfullt af myndum sem geta gefið þér fínar hugmyndir.
Við skulum líta á nokkrar myndir til að fá innblástur
Hér sjáið þið hvernig búið er að steypa kringum baðkerið, hér spilar hrár viður og steypan einstaklega vel saman
Þessar gráu flísar koma mjög vel út, og sniðugur bekkur sem er einfalt að útbúa
Sjáið hvað flottar bastkörfur gera mikið, hægt er að geyma handklæði og fleira í þeim. Svo er mjög sniðugt að taka greinar úr náttúrunni og setja í fallegan vasa
Einfalt og töff
Smart gráar flísar og hrár viðurinn í speglinum, stiganum og litla kollinum tóna vel saman, einnig er sniðugt að setja mottur inn á baðherbergið til að ná fram meiri hlýleika
Það er afar huggulegt að raða þínum uppáhaldsvörum á fallegan bakka á baðherberginu, og ekki skemmir fyrir ef umbúðirnar eru jafn fallegar og þessar
Vonandi fenguð þið einhverjar ljómandi góðar hugmyndir fyrir baðherbergið ykkar og munið að...
...Less is more