Þetta virkar sáraeinfalt á netinu og nú er bara að fara út og athuga hvort að þú finnir gangstéttarhellu og helst þá brotna eða bara fallega steina úr fjörunni.
Aðferð:
Hreinsa steininn vel og vandlega.
Hvít vatnsþynnt málning borin á og látið þorna vel.
Nota „Splendid Blender“ penna sem þú getur fundið í föndurbúðum. Eða pantað hann HÉR.
Prenta út mynd sem þig langar að nota í „laser“ prentara. Blekprentari dugar ekki í þetta verkefni.
Setja myndina niður og snúa að steininum.
Nota pennann vel yfir mynd og passa vel uppá að myndin sitji kyrr á meðan. Ef hún rennur til þá færðu ekki alveg nógu góða útkomu og myndin verður óskýr.
Varað er við lykt af þessum penna og væri betra að gera þetta í bílskúrnum eða í góðu rými og opna jafnvel vel gluggana.
Heimild: villabarnes.com