Ristavél morgundagsins er væntanleg á markað og hún býður upp á broskalla, smáskilaboð og minnispunkta, sem væntanlega prýða morgunverðardiska framtíðarinnar, allt meðan smjörið bráðnar rólega á brauðinu.
Loforð morgundagsins er þó undir því komið að fáránlega skemmtileg fjársöfnun gegnum frumkvöðlasíðuna Kickstarter nái settu marki, en þegar hafa vel yfir 1,000 einstaklingar lagt væntanlegri framleiðslu lið í þeirri von að koma höndum yfir Toasteroid, ristavélina sem stýrt er af smáforriti sem ætlað er fyrir farsíma og brennir myndir á brauðið.
Segðu það með …. brauði?
Toasteroid er ætlað að prenta allt frá veðurspá til broskalla, smáskilaboða og minnispunkta á brauðið sem fer í vélina að morgni, en með farsímaviðbótinni er hægt að hanna allt milli himins og jarðar, svo fremi skilaboðin komist fyrir á einni brauðsneið. Hægt verður að sérhanna mynstrið eða velja úr tilbúnum sniðmátum, síðan er tímalengdin einfaldlega valin og … upp kemur sérsniðin brauðsneið. . . LESA MEIRA