Mottur geta verið sniðugar til að breyta herbergjum eftir árstíðum. Léttari yfir sumarið og svo þungar og hlýlegar yfir veturinn.
Ert þú náttúrubarn? Þá er þetta mottan sem þú ert búin að vera að leita að. Alltaf góð spurning hvort að það sé gott að hafa skóginn á stofugólfinu ?
Þessi er súper kósý inn í barnaherbergið. Mjúk motta sem krakkarnir geta borað niður tærnar og fundið hlýleikann.
Svo er alltaf spurning um að láta búa til eina handa sér, minnir helst á mottu í Hvíta húsinu.
Þessi minnir er í 3D og er smart í opnu rými þar sem hún fengi að njóta sín vel.
Ef þú ert vaxin upp úr því að safna frímerkjum þá ert þessi motta klárlega fyrir þig. Smart og öðruvísi.
Meira af 3D munstri. Þessi myndi sóma sér vel hjá tónlistarunnenda eða bara hjá unglingnum sem þarf stöðugt minna á að lækka í græjunum.
Ég þekki tvíbura drengi sem væri til í þessa inn í tómstundaherbergið sitt. Skemmtilega öðruvísi þessi.
Kálfaskinn er vinsælt og hér er það sett saman og skemmtilegan máta. Ef þú ert meira fyrir íslensku sauðkindina, þá er örugglega hægt að fá gæru á góðu verði núna.
Veit ekki alveg hvort allir sjúklingar myndu hafa húmor fyrir að sjá svona mottu hjá lækninum sínum eftir að hafa beðið í marga mánuði eftir að fá tíma hjá honum. En fyndin að engu síður.
Hér er nú eitthvað nýtt. Motta sem nýtist yfir sófann og niður á gólf. Ef þú ert með ung börn, þá gæti nú verið auðveldara bara að þrífa sófann heldur en mottuna alla.
Þessi lítur út fyrir að vera virkilega óþægileg og hörð að ganga á. En í raun er hún dún mjúk og gott að bora tánum í þessa. Flott hönnun.
Þessi er æði fyrir litlu drengina inn í herbergi. Gætu dundað sér endalaust í bílaleik á meðan það er ekki veður fyrir útiveru.
Þessi væri dásemd inn í svefnherbergið. Fallegir litir sem gefa manni endalausa möguleika á að breyta um litasetningar eftir árstíðum.
Munið eftir #heilsutorg #heimaerbest
kveðja,
Karólína