Heimilið er bjart og mikið um opin rými, gluggar stórir og hleypa birtunni inn. Hvíti liturinn er allsráðandi og nýtur sín vel með sterkum litum í gólfmottum og fallegum teppum sem prýða herbergin og stofu.
Fallegt útsýni út frá eldhúsi sem gerir það svo sannarlega stærra í þessu fallega umhverfi.
Smart eldhús með heimilistækjum frá Miele og Husqvarna. Gólfið er hrátt og það er hita í því. Kannski veitir ekki af því miðað við veturna þarna.
Litir notaðir í mottum og teppum, stílhreint og fallegt.
Eldhúsið er greinilega miðpunkturinn í þessu húsi. En sjáið hvernig það er er leikið með liti, rauðleit motta hér á ferðinni en blá hér í myndina að ofan.
Hugsað útí smáatriðin.
Rauðu og bláu blandað saman í sjónvarpsholinu.
Einfalt og stílhreint.
Einfaldleikinn er hér á ferð, guli púðinn og myndin gera punktinn yfir i-ið.
Smart hvernig mottan brýtur þetta upp og takið eftir bekknum á baðherberginu.
Dásamleg ljósakróna í svefnherberginu og töff kommóða.
Rautt og hvítt klikkar ekki saman, fuglabúrið er hreint listaverk.
Gangurinn langur og stílhreinn. Pallurinn virkar eins framlenging á húsinu út í það óendalega.
Húsið er falt fyrir 99.846.950 íslenskar krónur ef einhver fjölskyldi skyldi nú að vera hugsa sér til hreyfings. En það er Sotheby‘s Realty í Svíþjóð sem annast sölu þessara hús.