Ekki nóg með að hún sé falleg heldur ilmar hún líka afskaplega vel.
Þetta er afar einfalt að gera, meira að segja fyrir svona rata eins og okkur – svo þeir sem ekki eru vanir að föndra þurfa ekki að örvænta því hér er borðskreytingin komin.
Það sem þarf í þetta eru kubbakerti, kanilstangir, skrautborði, teygja og snæri ef vill. En snærið er ekki nauðsynlegt.
Þú byrjar á því að klippa kanilstangirnar í þá stærð sem þú vilt hafa þær en svo má líka kaupa minni kanilstangir sem ekki þarf að klippa.
Nota þarf góð skæri, eins og t.d. blóma- eða garðyrkjuskæri.
Raðaðu kanilstöngunum síðan utan um kertið og festu með einfaldri teygju.
Vefðu snæri utan um kanilinn ef þú vilt eða eitthvað annað sem þér þykir smekklegt og fallegt.
Og settu að lokum fallegan borða utan um.
Þá er þetta tilbúið.
Einfalt og fallegt!
Hér má sjá enn frekari leiðbeiningar.
Töff frá kokteill.is