En ekki hafa áhyggjur og alls ekki henda þessum munaðarlausu sokkum í ruslið. Það er nefnilega hægt að nýta þá í eitt og annað.
Þegar þú ert að pakka í ferðatösku fyrir þig eða börnin – settu þá skóna í stöku sokkana áður en þú pakkar þeim í ferðatöskuna. Þannig smitast engin óhreinindi úr þeim í fötin.
Taktu hreinan stakan sokk og fylltu hann af kaffikorgi og hengdu hann inn fataskápinn þinn eða jafnvel ísskápinn, hann mun draga í sig alla vonda lykt.
Í staðinn fyrir að grípa í svamp næst þegar þú ætlar að þrífa bílinn þinn, gríptu þess í stað með þér munaðarlausu sokkana og notaðu þá. Virka bæði vel til að þrífa bílinn og bóna.
Skelltu einum stökum sokk á kústskaft og þrífðu köngulóavef úr hornum eða hvar sem þeir eru.
Til að brenna sig ekki á ferðamálinu þínu þegar þú hefur hellt í það nýju og heitu kaffi. Föndraðu þína eigin hitavörn úr stroffinu á sokknum.
Ef þú ert að flytja eða bara færa til húsgögn til að breyta til heima hjá þér. Klæddu fæturna á borðstofustólunum í stöku sokkana og dragðu þá til að vild án þess að rispa gólfið. . . LESA MEIRA