Að þessu sinni er hlaupunum skipt niður í tvo flokka, götuhlaup og utanvegahlaup og hæsta einkunn í hvorum flokki fyrir sig skilar titlinum "Besta hlaup ársins 2013". Að baki valinu eru rétt rúmlega 1300 einkunnir þar sem hinum ýmsum þáttum hlaupanna eru gefnar einkunnir.
Að þessu sinni hafa hlauparar valið Mt. Esja Ultra sem besta utanvegahlaupið árið 2013 og Styrktarhlaup Durban heimsleikafara sem besta götuhlaupið árið 2013. Sundurliðaðar niðurstöður verða birtar á næstu dögum á hlaup.is ásamt athugasemdum hlaupara um hvert hlaup fyrir sig.