Hann mun fjalla um undirbúning, æfingaáætlun og keppnir sem og upplifun sína af CCC-hlaupinu sem er hlaupið við rætur Mount Blanc. Friðleifur hefur síðustu ár verið einn allra besti utanvegahlaupari Íslands og unnið fjöldamörg hlaup auk þess að eiga þriðja besta tímann á Laugaveginum.
Friðleifur var kjörinn ofurhlaupari ársins í karlaflokki fyrir árið 2013 en hann hafnaði í 18.sæti af tæplega 2000 í CCC hlaupinu í Ölpunum en vegalengdin sem hlauparar fara þar er 101 km.
Einnig mun Sigður Pétur Sigmundsson þjálfari og fyrrverandi Íslandsmethafi í maraþonhlaupi fjalla um þjálfun þeirra sem stefna á mismunandi tíma í maraþonum. Fyrirlestur hans nefnist:
„Hvað þarf til að hlaupa maraþonhlaup á 3:30 klst., 3:15 klst. og undir 3 klst.“
Fyrirlesturinn hefst kl. 20:00 þann 19. mars og er aðgangseyrir kr. 1000 fyrir fullorðna en frítt er fyrir 16 ára og yngri.
Framfarir er hollvinafélag millivegalengda- og langhlaupara sem hefur það að markmiði að styðja við framgang í lengri hlaupum, styðja við bakið á afreksfólki auk þess að standa fyrir hlaupaviðburðum og fræðslufundum.