Einn eftirminnilegasti hlaupaviðburður ársins, Gamlárshlaup ÍR, fer fram á Gamlársdag. Hlaupið, sem stækkar stöðugt að umfangi er fastur liður í lífi margra og laðar langt í frá eingöngu þá að sér sem leggja hlaup fyrir sig að staðaldri.
Einn eftirminnilegasti hlaupaviðburður ársins, Gamlárshlaup ÍR, fer fram á Gamlársdag. Hlaupið, sem stækkar stöðugt að umfangi er fastur liður í lífi margra og laðar langt í frá eingöngu þá að sér sem leggja hlaup fyrir sig að staðaldri.
Gamlárshlaup ÍR er skemmtileg blanda af keppnishlaupi, áramótaskemmtun og fjölskyldusamveru þar sem einstaklingar með ólík markmið og bakgrunn koma saman. Gleðin er ávallt við völd í Gamlárshlaupi ÍR, hvernig sem viðrar, en auk hefðbundinna keppnisbúninga mæta fjölmargir til leiks íklæddir grímubúningum. Að sjálfsögðu er hart barist um að hljóta verðlaun fyrir frumlegasta búninginn. Aðrir taka hlutina hins vegar meira alvarlega og mæta vopnaðir sínu harðasta keppnisskapi og setja markið á ekkert nema bætingarhlaup á þessum síðasta degi ársins enda leiðin slétt og einföld.
Á síðasta voru 1920 þátttakendur skráðir til leiks og er hlaupið því eitt af fjölmennustu almenningshlaupum sem fara fram hér á landi. Hlaupið dregur að sér unga sem aldna en yngsti keppandi síðasta árs var tveggja ára og sá elsti 79 ára. Fjöldi erlendra ferðamanna á meðal þátttakenda fer stækkandi ár frá ári en á síðasta ári voru þátttakendur frá 35 þjóðlöndum.
Auk 10 km hlaups er boðið upp á 3 km skemmtihlaup þannig að nú ættu sem flestir að geta tekið þátt, jafnt byrjendur sem börn og tilvalið fyrir fjölskyldur að taka sig saman á þessum síðasta degi ársins og taka þátt. Það er skemmtileg upplifun fyrir börn að gera sér glaðan dag með foreldrum íklædd grímubúningum í miðborg Reykjavíkur.
Frjálsíþróttadeild ÍR hefur veg og vanda að framkvæmdinni og ríkir mikil eftirvænting í þeirra röðum fyrir undirbúningnum og hlaupdeginum sjálfum, en ekki síst að sjá hversu margir mæta og hvort þátttökumetið verður slegið! Gamlárshlaupið á sér langa sögu sem einn stærsti og elsti hlaupaviðburður landsins en hlaupið hefur verið haldið sleitulaust í 44 ár, hvernig sem hefur viðrað. Fullvíst er að það mun ríkja karnival stemming við Hörpuna þegar þátttakendur mæta til leiks í fjölskrúðugum búningum og hlaupa sér til skemmtunar eða keppnis 3 km skemmtiskokk eða 10 km.
Hlaupið er ræst kl. 12 frá Hörpunni á Gamlársdag og er skráning er á
gamlarshlaup.is. Þátttökugjald hækkar mánudaginn 29. desember.
Hlaupstjóri hlaupsins, Inga Dís Karlsdóttir, veitir frekari upplýsingar ef þörf er á í síma 695 4460. Frekari upplýsingar er jafnframt að finna á gamlarshlaup.is. Úrslit verða send um leið og fyrstu 3 kk og fyrst 3 kvk koma í mark, en verða jafnframt aðgengileg á rauntíma hér: https://timataka.net/, Ef óskað er eftir því að upplýsingarnar séu sendar tilteknum aðilum þá vinsamlegast látið vita með því að senda póst á ingadis@gmail.com