Í ár eru það Líf styrktarfélag og Krabbameinsfélagið sem standa saman að þessum viðburði. Globeathon er fyrir alla, konur, börn og karla. Skipuleggjendur stefna að því að slá metið frá því í fyrra þegar 280 manns tóku þátt. Skráning er hafin á hlaup.is.
Hlaupið hefst við Háskólann í Reykjavík kl. 11:00 sunnudaginn 13. september og verður boðið uppá 5 km og 10 km hlaup með tímatöku og einnig 5 km göngu. Ólöf Nordal innanríkisráðherra mun ræsa hlaupið.
Vegleg verðlaun eru fyrir fyrstu sætin í karla- og kvennaflokki í báðum vegalengdum og hátt í 80 stórglæsilegir útdráttarvinningar!
Skráning og verð
Þeir sem skrá sig fyrir miðnætti föstudaginn 11. september:
Skráning frá og með föstudeginum 11. september og fram á hlaupdag:
Ágóðinn rennur óskiptur til Líf styrktarfélags kvennadeildar Landspítalans sem hefur þann tilgang að bæta aðbúnað og þjónustu við konur og fjölskyldur þeirra á meðgöngu, í fæðingu og sængurlegu sem og kvenna sem þurfa umönnun vegna kvensjúkdóma. Félagið vinnur að líknar- og mannúðarmálum í þágu fjölskyldna.
Skráning og nánari upplýsingar eru á www.hlaup.is en einnig verður tekið við skráningum á hlaupadag við Háskólann í Reykjavík frá kl. 9:00 fram til kl. 10:45.
Nánari upplýsingar um hlaupið má finna hjá framkvæmdastjóra Lífs styrktarfélags, Auði Elísabetu Jóhannsdóttur, lif@gefdulif.is / gsm: 869-0937 og á eftirfarandi vefsíðum og facebooksíðum:
https://www.facebook.com/GlobeathonIsland
http://www.globeathon.com