Í boði eru tvær tímamældar vegalengdir, 5 km og 10 km. Ræst er kl 10:00 í báðar vegalengdir inn á Kópavogsvelli en hlaupið er út Kársnes og til baka í mark inn á Kópavogsvöll. Drykkjarstöð verður á miðri hlaupaleið og eftir 5 km og við endamark. Þátttakendum verður einnig boðið frítt í sundlaugar Kópavogs eftir hlaup. Hlaupaleiðin hefur fengið löglega mælingu. Tímataka í hlaupinu verður í höndum timataka.net
Veitt verða verðlaun fyrir fyrsta karl og konu í 5 og 10 km hlaupi. Einnig verða veitt útdráttarverðlaun. Verðlaunaafhending fer fram strax að hlaupi loknu.
Sjá nánari upplýsingar um hlaupið (hlaupaleiðir og fleira) á hlaup.is og netskraning.is.
Hægt er að skrá sig í hlaupið inn á www.netskraning.is
ÞÁTTTAKENDUR ERU HVATTIR TIL AÐ KLÆÐAST RAUÐU.
Þátttaka er ókeypis.
Hjartadagshlaupið er haldið í tilefni Alþjóðlegs hjartadags sem haldinn er í yfir 120 löndum á hverju ári. Markmið Hjartadagsins, er að auka vitund og þekkingu almennings á ógnum hjarta- og æðasjúkdóma og leggja áherslu á heilbrigða lífshætti svo að börn, unglingar og fullorðnir um allan heim öðlist betra og lengra líf.