Hrafnhildur Eir tekur þátt í Smáþjóðaleikunum núna í ár.
Fullt nafn: Hrafnhild Eir R. Hermóðsdóttir
Aldur: 25 ára en er alvega að nálgast 26 ára.
Hvað gerir þú fyrir utan að æfa frjálsíþróttir: Ég stund nám við Háskóla Íslands, er í meistaranámi í Íþrótta- og heilsufræðum.
Hvenær byrjaðir þú að æfa frjálsíþróttir og hafa einhverjar aðrar íþróttir freistað þín um tíðina, ef já hverjar þá: Ég byrjaði að æfa frjálsíþróttir þegar ég var á fyrsta ári í menntaskóla, árið 2006, en þá var ég ný hætt í handbolta. Ég æfði handbolta í 7 ár en áður en ég byrjaði í handbolta þá hafði ég prófað ýmsar greinar líkt og fimleika og jazzballett en ég fann mig ekki alveg í þeim þar sem ég er ekki alveg með þessar kvennlegu hreyfingar í mér. En auk þess að æfa íþróttir þá byrjaði ég ung að taka þátt í götuhlaupum með mömmu minni.
Hvað æfir þú oft í viku: Ég æfi sex sinnum í viku, alla daga nema sunnudaga en þá reyni ég að fara í jóga.
Hver þjálfar þig í dag: Jón H.Oddsson þjálfar mig í dag.
Hvaða mót er næst á dagskrá hjá þér: Meistaramót Íslands innanhúss og Norðurlandamót í Osló
Hvað er stærsta mót sem þú hefur farið á: Heimsmeistaramót innanhúss árið 2012
Hvað hefur þú keppt á mörgum Smáþjóðaleikum: Þremur
Nefndu þrennt sem þú átt alltaf til í ísskápnum: Ég á alltaf sítrónu, epli og hámark
Hver er þinn uppáhaldsmatur: Þegar kemur að mat þykir mér fátt skemmtilegra en að borða góðan mat og þá er humar mjög ofarlega á lista og sushi með humri í klikkar ekki.
Þegar þú færð þér skyndibita hvað færð þú þér oftast: Þegar mikið er að gera og lítill tími gefst í eldamennsku þá er Saffran yfirleitt fyrsti kostur.
Ef þú ætlar að „tríta“ þig sérlega vel hvað gerir þú: Mér finnst mjög gaman að fara út að borða á góða staði. Sushi samba er í miklu uppáhaldi og mig langar mjög mikið að smakka Fiskmarkaðinn. En ef það er bara eitthvað lítið þá finnst mér dökkt súkkulaði mjög gott.
Hvað segir þú við sjálfa þig þegar þú þarft að takast á við stórt/erfitt verkefni: Það er misjafnt eftir verkefnum en oftast er það eitthvað sem á að auka trúna á að allt gangi upp að lokum.
Áttu önnur áhugamál en íþróttirnar: Ég hef áhuga á hönnun og finnst gaman að skoða síður með innanhússhönnun, ég er þessi sem les Hús og Híbýli á biðstofunni. Einnig er ég áhugamaður um mat eins og kannski hefur komið fram og finnst fátt betra en að fá mér eitthvað gott að borða eða prófa einhverjar nýjar uppskriftir.
Hvað langar þig að starfa við í framtíðinni: Þetta er mjög góð spurning, ég er enn að bíða eftir því að ég verði stór og geti þá gert það upp við mig.
Ef þú værir stödd á eyðieyju hvað myndir þú ekki vilja vera án: Ég væri sátt svo lengi sem það væri góð sturta og fullur ísskápur af mat.
Þegar þú ætlar að slaka á og hvíla þig, hvað gerir þú: Leggst upp í sófa með góða mynd eða skelli mér í sund með góðu fólki.
Hvernig líta „kósífötin“ þín út: Ég er oft í tights-buxum og bol eða léttum íþróttabuxum og hettupeysu.